Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 58

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 58
56 BREIÐFIRÐINGUR V. Tveir áratugir tuttugustu aldar eru liðnir og yfir i Höfða- hverfi í Stykkishólmi eru að leik barnabarnabarnabörn Guðfinnu og Bjarna í Hnausakofatómthúsi. Málmfríður og Hálfdán eiga sjö syni, sumir eru svo vaxnir úr grasi, að þeir voru horfnir að heiman. Barnagáski Höfðhverfinga er undirförulslaus. Anna í Höfða*) er hvortveggja drottning og kóngur í því ríki. Hún kann svör við öllum leyndardómum, er í senn orð- heppin og skotviss, stórgeðja og stjórnsöm, en mild í hjarta. Og ofan á þetta bætist, að hún er skáld hverfisins. Yið Silfurgötu er líka barnahópur, en yfir honum er engin reisn, þar er herinn höfuðlaus, þar á enginn orðskeyti á vör og þar er ekkert skáld. Fyrir mér er það sama og utanlandsreisa að komast um stund úr andrúmslofti Silfur- götunnar og yfir í Höfðahverfi. Og dag nokkurn, þegar maður er þangað kominn eins og útlendingur, heyrist sung- ið við raust: Látið ekki’ illa litlu flón, leikinn stillið sanna: Guðmundur, Héðinn, Gunnar, Jón, Grómundur, Kalli’ og Svanna. Þetta þótti yndisleg vísa, og barst fvrr en varði í öll hverfi þorpsins og var sungin eða kveðin, ýmist á sleða eða skíðum, eða á jullu úti á höfn. Fyrir atbeina Kalla er ég leiddur í hús Málmfríðar og Hálfdáns. Yfir útidyrum er fjöl útskorin, og þar les ég nafnið Gróustaðir. Um mig allan seitlar respektarkennd, ég hneigi höfuð og geng inn. Þar er saumavél stígin, ýmist *) Dóttir Guðmundar, bróður Sigurðar Þórólfssonar skólastjóra og Þor- gerðar Sigurðardóttur. Hún varð síðar kona Sigurðar Magnússonar kennara, en lézt árið 1939.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.