Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 62
JÓHANNES STRAUMLAND:
Sólin, regnið og stormurinn
Sólin heíur kveikt eld í íomu grasi jarðarinnar,
brunninn til ösku er gróður lióinna ára.
Eldsmatur varS sinan, en ungar jurtir
skjóta ósigrandi höfðum sínum upp úr moldinni.
Því regnið kom,
því himinninn hefur játaS enn á ný
ást sína til jarðarinnar.
Stormurinn hefur feykt á brott helryki efans,
hreinsað hjarta þitt af öllu illu.
Þú munt ekki gleyma hinu þeldökka œttfólki þínu:
augu þess loga af heilagri reiði.
Þú munt ekki gleyma hinu þeldökka œttfólld þínu:
hatur þess er eins og stormsveipur, eins og glóandi jarðeldur,
eins og eldgos, er þeytir björgum til himins
og sést ekld fyrir.
(Því hið ólgandi hatur er ástgjöf skaparans
til handa hinum undirokuðu,
að þeir megi neyta allrar orku sinnar
— þá munu þeir brjóta okið.)
Eins og ný sól hafi risið mun ásjóna þeirra Ijóma yfir jörðinni.
er þeir horfast í augu við sigurinn.
Þeir munu standa yfir höfuðsvörðum fjandmanna sinna,
en hrammur kúgarans hverfa í duftið
ormétin visk.
Því stormurinn hefur hreinsað hjörtu þeirra
og feykt á brott helryld efans.