Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 63

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 63
Dagbjört H. Jónsdóttir frá Sellátri „Þannig lýsi ljós yðvart fyrir mönnunum.“ Þessi orð Jesú Krists festust mér í hug, er ég frétti lát vin- konu minnar, Dagbjartar frá Sellátri; þannig fannst mér hún lifa allt sitt líf, öðrum til gleði, fyrirmynd- ar og betrunar. Frá því ég var 17 ára til tvítugs vorum við á sama bæ, Akureyjum í Helgafellssveit. Eg hjá for- eldrum mínum, en hún með manni sínum og fjöl- skyldu, í tvíbýli við þau. Eg var ómótaður unglingur, sem þráði meira og fjölbreytt- ara en það, sem ég sá framundan. Hún skildi mig, þótt ég segði hvorki henni né öðrum neitt. Það var eins og lýsti frá návist hennar og allt færði hún til betri vegar, bæði í orði og verki. Eftir þessi 3 ár fluttist hún með rnanni sínum og fjöl- skyldu að Sellátri, fæðingar og æskuheimili sínu. Tók hún þar við gömlum foreldrum sínum, er brugðu búi, ömmu sinni og tvíburabróður sínum, er hafði verið veikur frá

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.