Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 70

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 70
68 BREIÐFIRÐINGUR piltur. Gekk hann sem leíð lá út á Skógarströnd og Helga- fellssveit, og var orðið dagsett, er hann kom að Nesvogi. Ekki vílaði hann fyrir sér að leggja á voginn, því að ísar voru miklir og veður gott, stjörnubjart og óð tungl í skýj- um. Er hann var kominn á að gizka á miðjan voginn, þykir honum undarlega við bregða, því að nú er hann villtur og veit ekki, hvert skal halda. Samtímis sér hann eitthvað á hreyfingu örskammt frá sér; virðist honum það líkast lítilli kerlingu, er bæri stóran böggul undir hendinni. Fer honum nú ekki að verða um sel, og minnist allra draugasagnanna, sem fóru af Nesvogi. Tekur hann þá það til bragðs, að hann tvíhendir göngustaf sinn á óskapnað þennan, en þá hregður svo við, að þetta verður að eldglæringum einum og hverfur, en hann komst fljótlega rétta leið og komst klakklaust í kaupstaðinn. Um eða eftir miðja nítjánud öld var maður nokkur, Elís að nafni, vestur í Helgafellssveit. Hann þótti heldur svaða- menni og var með afbrigðum ölkær. Þau urðu afdrif hans, að hann fór í Nesvog niður um ís. Var mikið orð á því gjört, að hann gjörði vart við sig á voginum og þar í grennd, og þótti nú miklu verra en áður að vera þar á ferð, er skyggja tók. Gamall Skógstrendingur sagði mér frá því á æskuárum mínum, að Elís hefði eitt sinn ráðizt á sig, er hann var á ferð við Nesvog í ljósaskiptum, og þóttist þar hafa komizt í hann krappastan að losna við hann og komast til bæja. Var hann þá illa til reika, föt hans rifin og tætt, og sjálfur var hann blár og marinn. Lá hann lengi eftir þá viðureign og bjó að henni lengi síðan. Aðra sögu um afturgöngu Elíss heyrði ég í bernsku greindan mann, Jónas Gíslason, sem kallaður var Skóg- strendingaskáld, segja föður mínum. Tók hann ábyrgð á, að sönn væri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.