Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
en getuna og hefur því sárnað. Mælti hann þá fram vísu
þessa. Til skýringar skal þess getið, að Þórður var maður
afar feitur.
Þegar hallar heimsvistum
hans, er allvel tórði,
hafði kall*) á hátíðum
hangið fall af Þórði.
Vísur eftir Fagureyjar-Odd.
Fagureyjar-Oddur, sem svo var kallaður, var eitt sinn
að lesa húslestur á sunnudegi í verhúð á Hellissandi undir
Jökli. Kemur þá ungur maður inn í búðina, en er hann
heyrir hvað verið er að lesa, ætlar hann út aftur. En Odd-
ur, sem var hagyrðingur góður, kveður þá samstundis upp
úr lestrinum:
Ungur maður, ég þess bið,
andans dýr er forði,
láttu þig ekki velgja við
voldugu drottins orði.
Öðru sinni var Oddur þar viðstaddur, sem manni nokkr-
um varð tíðrætt um auð og óskaði þess ákaft, að hann væri
ríkur.
Gerði Oddur þá vísu þessa:
Daglegt brauð er gáfa góð,
grát frá snauðum nemur.
Nógur auður það er þjóð,
þegar dauðinn kemur.
(Sajnad hefur Jón Júl. SigurSsson.J
*) Fjandinn.