Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 74

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 74
72 BREIÐFIRÐINGUR utan til á Snæfellsnesi, encla eru þau í miklurn framföruni og útgerðin þar í blóma. Breiðfirðingafélagið gekkst fyrir allfjölmennri skemmti- ferð í byrjun júlímánaðar 1956 „fyrir Jökul“, ferðin þótti skemmtileg og hin nýja leið fögur og tilkomumikil. Jóhannes Olafsson var fararstjóri. Nýjar brýr. Margar ár við Breiðafjörð hafa verið brúaðar hin síðustu ár. Má þar einkum nefna Sælingsdalsá, Hvolsá í Saurbæ, Búðardalsá á Skarðsströnd og Fagradalsá. Ennfremur verð- ur bráðlega gjörð brú yfir Skálmardalsá, sem nú er einn helzti farartál’mnn, sem eftir er á langleiðinni Reykjavík —Patreksfjörður. Skóli á Laugum. Veitt hefur verið fé til að reisa vandaðan barnaskóla að Laugum í Dalasýslu, bæ Guðrúnar Ósvífursdóttur. Eru þar hin ágætustu skilyrði til skólahalds. Þar er jarðhiti nægur og samkomustaður víðlends héraðs og sundlaug. Stórskipabryggja í Skarðsstöð. Bráðlega verður hafin smíði á stórskipabryggju í Skarðs- stöð. Mun sú framkvæmd leiða af sér aukin og bætt verzl- unarskilyrði við innanverðan Breiðafjörð. Framfarir og fólksfjölgun í Olafsvík. Utgerðin í Ólafsvík og hið glæsilega nýbyggða frystihús þar dregur að sér fólk víðsvegar úr héruðum Breiðafjarðar, og eru nú nær tuttugu ný íbúðarhús í smíðum í Ólafsvík. Fossárvirkjunin. Búið er nú að reisa raforkustöð í Fossá við Ólafsvík. Er fallhæðin þar 200 metrar og stöðin öll hið glæsilegasta

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.