Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 75

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 75
BREIÐFIRÐINGUR 73 mannvirki. Eru rafveitumál Sands og Óafsvíkur þannig vei leyst í bráð og ríflegt rafmagn fyrir þessi byggðarlög. Reykhólar. Framkvæmdir eru stöðugt á Reykhólum og er þar unnið að ýmiss konar tilraunum í jarðrækt og garðrækt við hin ágætu skilyrði jarðhitans undir forystu Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra. Nú mun bráðlega hafin þar kirkjusmíði. Gamla kirkjan er nú hundrað ára á þessu ári, 1956, og að vonum orðin hrörleg. Hin nýja kirkja mun verða helguð hinum þekktu mæðginum frá Skógum, Þóru Einarsdóttur og Matthíasi Jochumsyni og nefnd Móðurkirkja Matthíasar að Reykhól- um. Staðar og Reykhólasóknir munu nú sameinast. Breiðfirzh skáldkona. Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum í Reykhóla- sveit hefur gefið út ljóðabók eftir sig. Kippir henni í kynið til hinna gömlu breiðfirzku snillinga. Ljóðin eru hlý og fögur. Rifshöfn og Hellissandur. A síðastliðinni vertíð voru nokkrir bátar gerðir út frá Rifi. Dýpkunarskipið Grettir varð þó að hætta í Rifi í fyrra áður en ráðgert var. Var dýpi í innsiglingunni því ekki nóg og olli það nokkrum erfiðleikum og töfum. I haust, kom Grettir aftur í Rif og skyldi þá innsiglingar- rennan dýpkuð svo, að bátum sé fært í Rifshöfn hvernig sem stendur á sjó. I sumar hefur verið unnið að því að stækka athafnasvæði hafnarinnar inn við bryggjuna og hef- ur sanddæla unnið að þessu í allt sumar. Þegar þessu er lokið, mega skilyrði fyrir róðrarbáta í Rifi heita viðunandi. Á Sandi og rifi eru 5 dekkhátar og verða þeir allir gerð-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.