Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 76

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 76
74 BREIÐFIRÐINGUR ir út frá Rifi á vetrarvertíð en fremur er gert ráð íyrir 2—3 aðkomubátum. Verður fiskurinn fluttur á bílum til Sands, því að engar byggingar hafa ennþá verið reistar í Rifi, en fyrstu lóðunum var úthlutað þar síðastliðið haust. Togarakaup, félagsheimili og hyggðasafn í Stykkishólmi. Stykkishólmur er stærsti bærinn við Breiðafjörð og mun íbúatala þar vera nú um 900 manns. Hólmarar hafa nú mikinn áhuga fyrir að koma sér upp nýju fullkomnu félagsheimili, en samkomuhús bæjarins, sem nú er orðið yfir hálfraraldar gamalt og uppfyllir því að sjálfsögðu ekki þær kröfur, sem nú eru gerðar til slíkra húsa, enda þótt endurbætur haí i verið gerðar á því. T.d. hafa leikflokkar frá Þjóðleikhúsinu farið hjá garði vegna hins slæma húsakosts. Gleðitíðindi eru það, að í sambandi við félagsheimilið er líklegt að að húsnæðismál hins forna bókasafns vesturamtsins leysist. Bókasafn þetta hefur lengi verið í gömlu og allsendis óhæfu búsnæði. Það er því ekk- ert eðlilegra en að bókasafnið verði flutt I félagsheimilið og opnaðar verði þar lesstofur fyrir almenning. Enn er það eitt, sem velfæri á að tengt væri félagsheim- ilinu, en það er byggðasafn. Það er ekki vanzalaust að eng- inn vísir að byggðasafni skuli vera til I þeim þrem sýsl- um, sem að Breiðafirði liggja. Ekkert verkefni er heldur upplagðara fyrir þau Breið Breiðfirzku átthagafélög, sem starfa í höfuðsstaðnum, en að stuðla að því að slíkt byggða- safn komist á fót. Borgfirðingar og Mýramenn vinna nú að því í sameiningu að koma upp byggðasafni. Vestfirð- ingar, þ. e. s. Isafjarðarsýslur og Strandasýsla, eru einnig komnir á stað með sitt byggðasafn. Þarna á milli eru sýsl- urnar þrjár, sem að Breiðafirði liggja. Ekkert er því eðli- legra en að þær standi saman að því að koma upp myndar- legulegu byggðasafni. Allir Breiðfirðingar úr þessum sýsl-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.