Breiðfirðingur - 01.04.1956, Qupperneq 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
Þrír félagar hafa látizt, svo að ég viti:
Jón Guðjónsson frá Litlu-Brekku,
Þórdís Jónsdóttir frá Hundadal og
Frímann Ólafsson frá Hrísakoti.
Vottum við þeim virðingu og ástvinum þeirra hluttekningu
með því að rísa úr sætum.
Félagsfundir voru alls tíu á árinu. Flestir með sama
sniði, þ. e. a. s. félagsvist og dans, og þá rædd um stund
þau málefni, sem nauðsyn bar til hverju sinni. Þarna teljast
með sumarfagnaður síðasta vetrardag og fullveldisfagnað-
ur 1. desember.
En auk þessara skemmtikvölda má telja Þorrablót, Breið-
firðingakvöld og jólatréssamkomu, sem revnt var að vanda
sem bezt til, með skemmtiþáttum, söng, gamanvísum og
smáleikjum.
Ekki hafa þessar samkomur verið svo vel sóttar, sem
óskir og vonir hafa staðið til, og verður naumast sagt, hvað
veldur, og væri ástæða til að fólk segði hér, hvers það
óskar um samkomuhald félagsins, svo að stjórnin geti betur
áttað sig á, hvað gera skal.
Undirbúningurinn er mikið og erfitt starf, einkum að
Þorrablóti og Fullveldisfagnaði. Og engar kvartanir liafa
komið fram. En samtök eru nauðsynleg til blómlegs félags-
lífs. Fullveldisfagnaðurinn var einkum ætlaður ungu fólki,
en það kom mjög fátt. Nú eru þó öll helztu skemmtikvöld-
um helgar og mega því teljast á heppilegum tíma.
Tel ég það hiklaust hið merkasta, sem gerzt hefur á þessu
ári, að hagkvæmari samningar fengust viðvíkjandi húsnæði
og tíma til samkomuhalds. En auðvitað þyrfti að stefna að
því, að félagið annaðist sem mest rekstur heimilis síns, eða
eignaðist heppilegra húsnæði, helzt á sama stað, ef til vill