Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 82

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 82
80 B REIÐFIRÐINGU R í Breiðfirðingabúð, en þar stóð kórinn að skemmtun fyrsta vetrardag. A hann miklar þakkir skilið fyrir starfsemi sína, sem telja má að ýmsu leyti skrautblóm félagsins, sem von- andi á eftir að ilma sem lengst. Bridge-deild og tafl-deild Breiðfirðingafélagsins hafa báðar starfað af miklum áhuga og krafti. Formaður hinnar fyrr nefndu er Olgeir Sigurðsson. En tafl-deildin starfar undir forustu Bergsveins Jónssonar; eru félagsmenn 22. Þakka ég þessum mönnum ötult starf. Málfundadeildin hefur ekki starfað. En framtíð hennar og handavinnudeildarinnar verður rædd undir öðrum dag- skrárlið hér og verða því ekki gerðar hér frekar að umtals- efni. Um fjármál og eignir félagsins mun okkar ágæti gjald- keri gefa skýrslu. Lýk ég svo þessu máli með heztu óskum til félagsins um bjarta framtíð og mikið starf til blessunar á ókomnum tímum. En einkum til heiðurs og heilla fyrir okkar kæru æskustöðvar við Breiðafjörð. Geti ég eitthvað starfað þeim og Breiðfirðingum yfirleitt til gleði eða gróðurs, þá gildir mig einu um þökk eða van- þökk. Enginn veit betur en ég sjálfur, hve lítið ég get og hve mikið ég vildi þó reyna. En eitt þurfið þið að athuga vel gagnvart framtíðarstarfi þessa félags, en það eru hús- næðismálin. Arelíus Níelsson. — BREIÐFIRÐINGUR TÍMARIT BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS Ritstjóri: Árelíus Níelsson, Njörvasundi 1. Sími 82580. Framkvæmdarstjóri: ]ón Júl. SigurSsson, Lynghaga 18. Sími 80250. \___________:________________________->

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.