Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 15

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 15
JÓN JÚLÍUS SIGURÐSSON: UNDIR JÖKLI Um veðrið, útnesveg og fleira. Laugardaginn 7. júlí 1956 kl. 2.30 lagði 50 manna hóp- ur af stað í skemmtiferð til Hellissands á vegum Breiðfirð- ingafélagsins. Flestir voru þetta félagar í Breiðfirðinga- félaginu, en auk þeirra voru fulltrúar margra annarra byggðarlaga á landinu, því að þátttakan var öllum heimil. Jafnvel voru fulltrúar frá „hinum Norðurlöndunum“. Veð- ur hafði verið fagurt daginn áður, en nú var skýjað loft. Menn voru þó bjartsýnir og ferðanefndin lýsti afdráttar- laust yfir, að sólskinið væri innifalið í fargjaldinu. Þó voru ekki allir öruggir um gott veður, og þess vegna áleit skáld fararinnar, sem því miður var fengið að láni úr öðrum landsfjórðungi, að ekki myndi spilla að ávarpa Bárð Snæ- fellsás hlýlega og virðulega í senn. Skáldið mælti því fram eftirfarandi vísu: Brúnin lyftist, bölið dvín, brosum með öllu fésinu. Sólin bezt og bjartast skín á blessuðu Snæfelssnesinu. En allt kom fyrir ekki .Himinninn var grár, rigningar- hraglandi öðru hvoru og Jökullinn lét aldrei svo lítið að taka ofan þokuhattinn. Því var það, að sama skáld orti, þegar allar spár og loforð höfðu orðið sér til skammar:

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.