Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 35

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR 33 Þau ólu upp fjögur börn: Gunnhildi Sigurðardóttur, Sig- urjón Jónsson, Vigdísi Ólafsdóttur og Boga Sigurjónsson, sem öll eru enn á Brekku innilega þakklát sínum góðu fósturforeldrum fyrir allt. Og þau reyndust þeim góð börn ekki sízt eftir að halla tók inn í kvöldskugganna land. Ná kvæmni þeirra og umhyggja, eftirlátsemi og skilningur var frábær. Andrés andaðist 2. júní 1957, sofnaði inn í geislaveldi vorsins, meðan síðdegissólin signdi allt heilögu geislaflóði. Hann kvaddi þennan heim í ljúfum blundi með hönd Gunn- hildar fósturdóttur sinnar í sinni hönd. Þannig eru þau nú bæði horfin Brekkuhjónin, bak við tjaldið mikla. En eftir lifir ljómi minninganna í hugum ást- vina þeirra og nágranna, en ekki sízt gestanna mörgu, sem þau hýstu og veittu beina af alúð sinni og rausn. Islandi er sómi að slíkum börnum sínum, enda var þeim veittur hinn mesti heiður, sem góðum sonum lands og þjóð- ar getur veitzt, þegar Andrés var sæmdur heiðursmerki Fálkaorðunnar þjóðhátíðarárið mikla 1944. Allir vissu, sem til þekktu, að þau voru vel að slíkum heiðri komin sökurn gestrisni og höfðingslundar fyrr og síðar. Megi Islandi hlotnast margir þegnar þeim líkir, þá mun rætast úr hverjum vanda. Arelíus Níelsson.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.