Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 62
Horfnir jelagar; Guðmundur Einarsson Hann andaðist hinn 25, ágúst 1958 í Landspítalan- um eftir þunga legu og var jarðsunginn 30. ágúst. Guðmundur var fæddur 23. des. 1890 á Hnúki í Dalasýslu, sonur hjónanna Einars Oddssonar, Jónas- sonar og Guðrúnar Stur- laugsdóttur í Akureyjum, Tómassonar. Ölst hann upp hjá foreldrum sínum á H núki til 9 ára aldurs og síðar í Dagverðarnesseli, er þau fluttu þangað búferl- um. Olst hann upp við kröpp kjör, eins og víðast átti sér stað á þeim árum. Ungur fór hann að stunda sjómennsku á sumrum. Innan við tvítugsaldur dvaldist hann við nám í unglingaskólanum í Hjarðarholti 3 vetur. Eftir það hafði hann á hendi barnakennslu á vetrum. Árið 1916 fluttist hann til Þingeyrar og vann þar að ýmsum störfum. Var verzlunarmaður, símstöðvarstjóri, afgreiðslumaður Eim- skips og ríkisskipa. Fékkst við búskap og sjávarútveg jafn- framt. Einnig var hann umboðsmaður brezkra og þýzkra vátryggingarfélaga togaraeigenda. Arið 1936 fluttist hann til Reykjavíkur og var þar fornbókasali um hríð. Síðan starfaði hann sem fulltrúi hjá ríkisféhirði, þar til á síðastl. vetri, er heilsan bilaði.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.