Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 67

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 67
RREIÐFIRÐINGUR 65 úsdóttur, hve mér fannst til hennar koma um ytra útlit og skemmtileg og vel hugsuð tilsvör. Mér var það þá ljóst, að hún býr yfir mikilli fyndni og góðlátlegri glettni, sem góð- vild hefur þroskað á þann veg, að til skemmtunar einnar er, þótt biturt vopn gæti verið, ef þannig væri með farið, ekki sízt þegar djúpstæð greind stendur á bak við, eins og hjá henni er. Björg hefur hins vegar hagað samskiptum sínum við samferðamennina þannig, að varfærni og mildi hefur þar gætt mest, og tryggðar, sem á bjargi er byggð. Björg Magnúsdóttir hefur átt því láni að fagna að eign- ast tvö börn, Soffíu og Gest, er erft hafa kosti foreldra sinna um mannkosti og manngæði. Þau hafa bæði lokið langskólanámi við góðan orðstý, og hvarvetna notið trausts og vinsælda allra, er þeim hafa kynnst. Dvelja þau með foreldrum sínum að Drápuhlíð 41 í Reykjavík, en þar hafa þau Björg og Magnús átt heimili síðan þau fluttu frá Tún- garði, og ríkir blær ánægju og snyrtimennsku yfir heimili þeirra þar, svo sem fyrr var í Túngarði, og er samheldni fjölskyldunnar sérstök. Eg enda þessar línur með því að færa Björgu og fjöl- skyldu hennar innilegar þakkir mínar og minna fyrir vin- áttuna, ánægjuna og tryggðina, er jafnan hefur verið til staðar hjá henni, um leið og ég óska þeim allrar blessunar í framtíðinni. Héraðinu, sem hún ann heitast, óska ég þess, að hjá því megi vaxa og starfa sem fyrr sterkir stofnar, er hafa til að bera svo heilsteypta skaphöfn og annan manndóm, er ein- kennir þessa sæmdarkonu. Borgarnesi um áramót 1958. Halldór E. Sigurðsson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.