Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 69

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 69
BREIÐFIRÐINGUR 67 Björn, sem hefur bláa tönn, bræðir spik á Skarði. Björn blátönn varð ellidauður á Skarði. Einar „vinnumaður" í Flatey. Fyrri hluta 19. aldar var Einar nokkur Einarsson, sem kallaður var „vinnumaður“, í Flatey á Breiðafirði. Hann var vinnumaður alla sína ævi, frá því hann var tvítugur, giftist aldrei og var barnlaus. — Einar var sparsamur og hagsýnn, og þó að vinnumannskaupið væri ekki hátt í þá daga, tókst honum þó að verða efnaður maður. — Hann var lengi í þjónustu Kúld-feðga í Flaey, sem voru þar mikilsmetnir kaupmenn og göfugir menn, og svo að síð- ustu hjá síra Olafi Sívertsen prófasti og konu hans frú Jó- hönnu, sem var dótturdóttir Péturs Kúld kaupmanns. Svo vænt þótti Einari „vinnumanni“ um Kúlds-fólkið, að hann vildi gefa því allt eftir sig og láta það njóta efna sinna. Einar fékk því Guðmund Scheving kaupmann í Flatey, til þess að semja fyrir sig erfðaskrá, en orðalag hennar er einkennilegt og ber ótvíræðan vott um svo hlýtt hugar- þel til húsbænda hans og venzlafólks þeirra, að vert er að það gleymist ekki. — Ég set hér kafla úr erfðaskránni*) „Við ráðstöfun á fémunum mínum eftir minn dauða, að hverjum engir erfingjar eru til, vildi ég einkum hafa fyrir augum það, sem mér er indælast af ævi minni á að minn- ast: að tvítugur varð ég vinnumaður hjá sál. kaupmanni Pétri Kúld, og þar eftir meðan hann lifði, — tók þá son- ur hans, Eiríkur Kúld, við húi og bestillingu föður síns, en ég varð kyrr og þjónaði þeim beztu feðgum í samfleytt ) Sbr. Lbs 1770- 4to.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.