Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 19
SPORT 195. október 2018 Hermann Hreiðarsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 23 ára Harðhausinn frá Vestmannaeyjum var í nokkur ár að koma sér fyrir í meistaraflokki ÍBV áður en hann varð að stjörnu. Hermann var alltaf harður í horn að taka en þótti aðeins of villtur. Eftir að tókst að beisla krafta Hermanns á réttan hátt, þá sprakk hann út. Crystal Palace ákvað að kaupa Hermann frá ÍBV árið 1997, það ár varð ÍBV einmitt Íslandsmeistari. Hermann lék í 15 ár í atvinnu- mennsku auk þess sem hann var lykilmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins. Hannes Þór Halldórsson Fyrst í atvinnumennsku – 28 ára Augljósasta dæmið í íslenskum fót- bolta þegar það kemur að því að gefa ekki drauma sína upp á bátinn. Númi í neðstu deild taldi sig ekki hafa not fyrir fyrir Hannes fyrir ekki svo mörgum árum. Hann gafst aldrei upp þrátt fyrir meiðsli og bakslag, fór í neðri deildir á Íslandi. Vann sig upp hægt og rólega, endaði í atvinnumennsku árið 2012, þá lánaður til Brann. Var svo seldur frá KR árið 2014 og hefur verið í atvinnu- mennsku síðan þá. Hann hefur staðið í marki Íslands á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi. Þénar nú vel í Aserbaídsjan. Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Ívar Ingimarsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 22 ára Varnarbuffið frá Stöðvarfirði átti frábæran feril, hann hélt ungur í borg óttans, Reykjavík, og lék með Val. Hann fór svo tvítugur til Vestmannaeyja þar sem hann þróaði leik sinn og varð að stjörnu og 22 ára hélt Ívar í atvinnumennsku. Hann lék í 13 ár á Englandi og átti ótrúlegan feril, bestu árin hans voru hjá Reading þar sem hann var í átta ár og átti góð ár í ensku úrvalsdeildinni. Ívar lék 30 A-landsleiki á níu árum. Andri Rúnar Bjarnason Fyrsta ár í atvinnumennsku – 27 ára Þrátt fyrir að Andri sé á fyrsta ári í atvinnumennsku þá hefur þetta fyrsta ár verið farsælt. Saga hans er í raun lygileg, allt stefndi í að Andri yrði bara gutlari í neðri deildum. Hann virkaði latur og hugsaði ekki um sig eins og íþróttamann. Hjá Grindavík fann hann hins vegar neistann og setti allt í botn. Á síðasta ári jafnaði hann markametið í efstu deild og fór til Helsingborg í Svíþjóð, þar hefur hann raðað inn mörkum og einnig spilaði hann sína fyrstu landsleiki á þessu ári. Magnaðar breytingar á stuttum tíma. Viðar Örn Kjartansson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 23 ára Saga Viðars er merkileg, hann var mikið efni á yngri árum en meiðsli og vondar ákvarðanir seinkuðu frama hans. Viðar var haustið 2012 að leita sér að liði hér á landi, en ekkert lið virtist hafa áhuga á honum þegar Fylkir tók sénsinn. Það bar árangur, Viðar raðaði inn mörkum sem varð til þess að hann var keyptur til Noregs. Í Noregi raðaði framherjinn inn mörkum og þaðan lá leiðin til Kína. Viðar lék svo í Svíþjóð um stutt skeið þar sem hann skoraði mikið og var hann þá keyptur til Ísrael. Eftir tvö góð ár þar var Viðar keyptur til Rússlands í sumar. Frábær ferill á stuttum tíma. Eyjólfur Gjafar Sverrisson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 21 árs Saga Eyjólfs er í raun sú ótrúlegasta sem sést hefur í íslenskum fótbolta, en hann var í neðri deildum hér á landi með Tinda- stóli. Ekkert gaf til kynna að Eyjólfur yrði að stjörnu fyrr en hann fékk tækifæri með U21 árs landsliðinu. Hann skoraði fernu gegn Finnlandi árið 1989 sem breytti öllu. Stórlið Stuttgart festi kaup á Eyjólfi sem átti fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Hann er goðsögn hjá Hertha Berlin þar sem hann lauk ferli sínum árið 2003 eftir átta ára veru í Berlín. Hann lék 66 lands- leiki og var fyrirliði liðsins um tíma. Tryggvi Guðmundsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 24 ára Það er ekki hægt að tala um að Tryggvi hafi sprungið seint út en ferill hans hafði náð flugi nokkrum árum áður en hann hélt út. Var hann stjarna í sigursælu liði ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 1997. Hann var atvinnumaður í sex ár áður en hann kom aftur heim, hjá FH og ÍBV varð hann að markahæsta leikmanni í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi minnti einnig reglulega á sig með A-landsliðinu þar sem hann lék 42 leiki. Kári Árnason Fyrsta ár í atvinnumennsku – 22 ára Kári var alltaf öflugur leikmaður en hann ákvað að ganga menntaveg- inn framan af, ólíkt mörgum öðrum sem veðja strax á fótboltann. Kári hefði vel getað farið fyrr í atvinnumennsku en hann hélt fyrst í nám í Bandaríkjunum, þar spilaði hann einnig fótbolta og vakti athygli. Eftir öfluga frammistöðu með Víkingi árið 2004 hélt hann til Djurgarden í Svíþjóð. Kári hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku sem hefur nú verið í gangi í 14 ár, hann leikur nú í Tyrklandi og hefur að auki átt frábæran feril með íslenska landsliðinu. Hjálmar Jónsson Fyrsta ár í atvinnumennsku – 22 ára Drengurinn frá Egilsstöðum var ekki mikið í sviðsljósi hér á landi, hann lék í tvö ár með Keflavík áður en útlönd kölluðu. Hjálmar lék í 14 ár með einu og sama liðinu í atvinnu- mennsku, hann var á mála hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð til ársins 2016. Hjálmar er goðsögn hjá félaginu en oft átti hann í erfiðleikum með íslenska landsliðinu. Hjálmar lék 21 leik með A-landsliði Íslands á sínum ferli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.