Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 24
24 FÓLK - VIÐTAL 5. október 2018 „Ég hef oft farið upp á Landspít- ala með hjartaflökt og óreglulegan hjartslátt. Alltaf kem ég út af spítal- anum og hugsa að nú sé ég hættur. Aldrei aftur. Allt er voða fínt og gengur voða vel, en áður en ég veit af þá fer hugurinn að spila með mig; „Heyrðu það gengur geðveikt vel hjá þér, þú ert ekki búinn að fá þér lengi, þú getur alveg fengið þér smá.“ Ég reyni að rífast við þessa rödd en áður en ég veit af þá er ég bara búinn að fá mér. Ég er orðinn svo lasinn af kókaíni að ég er orðin úttaugaður. Ef ég dett í það þá fer ég bara að gráta, fer inn í mig og segi engum frá því. Ekki einu sinni strákunum sem ég er að ná í efn- in hjá. Það er kannski hringt í mig og ég látinn vita að þeir séu með fullt af efni en ég segi bara nei, ég er edrú og er einn heima hjá mér. Ég hef eytt ófáum dögum hérna niðri í kjallara heima hjá mér, sitj- andi þar hágrátandi. Ég man eft- ir einu tímabilinu áður en ég fór í meðferð síðast þá var ég búinn að vera hérna niðri í einhverja daga, pissandi í flöskur og kúkandi í poka. Sat þar einn með smá ljós á símanum undir teppi þannig að enginn sæi mig. Niðri í geymslu hjá mér, ég hefði alveg geta ver- ið inni í þessari íbúð en þetta er taugaveiklunin, geðveikin, geðrof- in. Ég meika ekki að fólk sjái ljós og geti kíkt inn.“ Vill ekki fá efnið inn í líkamann en verður að fá það Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, kona Reynis til átta ára, hefur í ófá skipti þurft að keyra með hann í geðrofi upp á bráðamóttöku geðdeildar vegna neyslu sinnar. Saman eiga þau tvær dætur sem eru sjö ára og þriggja mánaða, en fyrir á Reynir eina tólf ára dóttur sem hann hef- ur forræði yfir. Sjúkdómur Reynis er svo alvarlegur að þrátt fyrir ást hans á fjölskyldu sinni þá hefur hún þurft að ganga í gegnum ým- islegt með honum undanfarin ár. „Já, ég hef farið í geðrof eft- ir neyslu því þegar ég byrja að fá mér þá get ég ekki stoppað fyrr en ég sofna og dett út. Ég er búinn að reyna það svo oft ég hugsa með mér að ég ætli bara að fá mér eitt stykki og fara svo heim, en áður en ég veit af er ég búinn með tíu stykki og tveimur dögum seinna er ég bara röltandi hérna um svæðið að hugsa um að stökkva í Ölfusána af því að lífið er svo ömurlegt. Ég er ánetjaður einhverju efni sem ég hata og elska. Ég vill ekki fá það inn í líkama minn en ég verð að fá það. Sem er bara bilað. Ég elska börnin mín og lífið en áður en ég veit af er ég dottinn í það og ég veit að ég er að fara að missa allt. Ég skal segja þér gott dæmi. Ég var í forræðisdeilu og fékk elstu dóttur mína til mín árið 2010. Mál- ið var að fara að lokast hjá barna- vernd og ég átti að mæta á mánu- deginum og skila þvagprufu. Ég var edrú og ekkert vesen. Svo kom vinur minn til mín á föstudegin- um og spurði mig hvort við ættum ekki að fá okkur aðeins því ég væri að vinna málið. Ég sagði; „Neeei- iiiiieðajú, aðeins“. Ég hugsaði að ég ætlaði bara að fá mér smá og drekka svo heilmikið af vatni og pissa því alla helgina, þá yrði ég góður. En svo var ég á fylleríi fram á þriðjudag og dóttir mín var tek- in. Þetta er ógeðslega veikt. Þetta er sjúkdómurinn, þetta er ekki það að ég sé svo ömurlegur pabbi. Ég var búinn að berjast fyrir barninu mínu í þrjú ár með lögfræðistríði og geðveiki. En ég er búinn að fá hana í dag og nú á ég þrjár dætur.“ Skar upp sína eigin hönd til þess að ná út míkrófón Í eitt af þeim skiptum sem kona Reynis þurfti að keyra hann inn á geðdeild hafði hann skorið upp höndina á sér vegna taugaveikl- unar. „Ég hélt að það væri míkrófónn inni í höndinni á mér og var búinn að skera mig allan. Konan horfði á mig og þá var ég kominn með puttann inn í höndina til að taka míkrófón út. Ég hélt að það væri verið að taka mig upp uppi á geð- deild, var vakandi í einhverja daga. Ég lét tattóvera yfir saumana. En það er oft erfitt að komast inn á geðdeild, ég hef komið þangað al- veg ógeðslegur en verið vísað frá með jafnvægislyf. Eitt skipti þegar ég kom upp á geðdeild þá var ég kominn með svo mikla sýkingu í augun að það draup gröftur úr þeim. Þá hafði ég fengið sýkingu í ennisholurnar sem leiddi upp í augu. Þá var ég að nota og í hvert skipti sem ég fékk mér þá draup gröftur úr augunum á mér og ég sá ekkert, ég skreið bara um og blind- aðist alveg. Svo hálftíma seinna þegar verkurinn fór að minnka þá fékk ég mér aftur þrátt fyrir að ég vissi alveg að verkurinn kæmi aft- ur. Geðveikin var það mikil að ég gat ekki hætt en ég gat samt ekki tekið í nefið því það var svo mik- il sýking í andlitinu. Um leið og það fór þá fékk ég mér aftur og það sýnir bara hvað maður er sjúkur.“ Að berjast við fíknisjúkdóm á hverjum degi ásamt því að vera þriggja barna fjölskyldufaðir get- ur tekið mikið á en Reynir þakkar konu sinni og dætrum fyrir þolin- mæðina og þrautseigjuna. „Það er auðvitað best í ver- öldinni að vera fjölskyldufaðir en oft er þetta bara ógeðslega erfitt,“ segir Reynir. „Ég er að vinna frá hálf átta til sex á daginn en ég á frábæra konu og hún er búin að bjarga mér. Ég hef alltaf sagt við fólk sem leitar til mín á snappinu, sem á börn í neyslu, að það eigi alltaf að gefa börnunum séns. Því það eiga allir skilið séns. Ég vil til dæmis meina að það hafi bjargað lífi mínu að hafa Sólveigu hérna ennþá og vinnuna mína. Það er oft ótrúlega erfitt að reyna að vera edrú, fara á fundi og hjálpa fólki, með þrjú börn, og stundum þarf ég bara að fara út. En ég er vilja- sterkur og ég held að á einhverjum tímapunkti þá nái maður þessu. Sumir fara í eina meðferð á meðan aðrir fara í nítján. Svo bara kemur þetta, maður lærir eitthvað í hverri meðferð. Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR „Ég fór að reykja upp- steypt kókaín, í rauninni krakk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.