Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 28
28 MATUR 5. oktober 2018 RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK Hádegismatur fyrir 1.000 krónur eða minna Ódýrir valkostir finnast á veitingastöðum í Reykjavík; súpur, pítsa, fiskur og brauð Það er sífellt skrafað um að matarverð á Íslandi sé hátt og finna landsmenn flestir fyrir því. Nýr matar- vefur DV fór því á stúfana og fann hádegismat fyrir þúsund krónur eða minna á veitingastöðum Reykja- víkurborgar. Það skal tekið fram að verðið á þessum réttum var athugað dag- ana 2. og 3. október og er listinn alls ekki tæmandi. Klassísk pylsa og gos Verð: Á bilinu 450 til 600 kr. Hún er kölluð þjóðarréttur Íslendinga, blessuð pylsan með öllu, engu eða sumu. Þekktasti pylsustaður borgarinnar er eflaust Bæjarins beztu, en sökum gríðarlegra vinsælda þessa einfalda réttar meðal erlendra ferðamanna væri kannski tímasparnaður í að stoppa í næstu sjoppu og grípa með sér eina ylvolga. Núðlunasl Verð: 960 kr. Á Noodle Station í Reykjavík og Hafnarfirði er hægt að fá núðlusúpu með grænmeti á minna en 1.000 krón- ur, en þess ber að geta að staðurinn er einnig á Selfossi. Fyrir 680 krónur til viðbótar er hægt að hafa kjötmeti í súpunni. Mexíkó kallar Verð: 950 kr. Staðurinn Local í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi býður upp á úrval af salati, samlokum og djús, en á matseðlinum er einnig mexíkósk kjúklingasúpa sem kostar 950 krónur. Núðlur dagsins Verð: 990 kr. Hægt er að fá lítinn skammt af núðlum dagsins fyrir minna en 1.000 krónur á veitingastöðum Nings í Reykjavík og Kópavogi. Ein, jafnvel tvær pítsusneiðar Verð: 550 til 970 kr. Skyndibitastaðurinn The Deli er staðsettur við Banka- stræti og býður upp á eina pítsusneið á 550 krónur og tvær sneiðar á tæpar 1.000 krónur. Heil pítsa fyrir svanga Verð: 1.000 kr. Vinsæli pítsastaðurinn Domino’s fær að fylgja með, en aðeins á þriðju- dögum fæst miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á einn fjólubláan. Þinn eigin kafbátur Verð: Frá 649 kr. Hægt er að bregða sér á Subway um allt land og næla sér í sex tommu kafbát fyrir minna en 1.000 krónur. Taco-bát- ur er til dæmis á 929 krónur, bátur með rifnu grísakjöti á 859 krónur, grænmetisbátur á 649 krónur og skinkubátur á 759 krónur. Þá er bryddað upp á litlum báti mánaðarins sem er á 499 krónur. Hamborgari og franskar Verð: 1.000 kr. Klassískur hamborgari, franskar og gos kostar 1.000 krónur á borgara- staðnum Metro. Smurbrauð og heimilismatur Verð: 695 til 995 kr. Þeir sem eiga leið hjá IKEA í Garðabæ geta gætt sér á heitum heimilismat fyrir 995 krónur. Ef heimilismaturinn heillar ekki er hægt að gúffa í sig smur- brauði fyrir 695 til 795 krónur. Súpa sem hitar í skammdeginu Verð: 990 kr. Á kaffihúsinu Brikk í Hafnarfirði er hægt að slafra í sig súpu og brauði með á tæpar 1.000 krónur. Fylgist með tilboðum Svo má ekki gleyma þeim aragrúa af til- boðum sem eru í gangi í matvöruverslunum og bensínstöðvum hverju sinni. Í bakaríum er einnig hægt að næla sér í eitthvert hnossgæti sem fer ekki með fjárhaginn og í ýmsum sjoppum borgarinnar er boðið upp á meira en bara pylsu. Samlokur, pylsur og naggar Verð: 489 til 999 kr. Á skyndibitastaðnum Aktu Taktu er ýmislegt hægt að fá sem kostar minna en þúsund krónur. Meðal þess sem fer vel með budduna eru sex kjúklinganaggar á 999 krónur, ristuð samloka með skinku og osti á 899 krónur, pylsa með öllu á 489 krónur og baguette með skinku og osti á 799 krónur. Fisk- inn minn, nammi nammi namm Verð: 1.000 kr. Á fiskistaðnum Fish & Co við Aðalstræti í Reykjavík er hægt að fá fisk og meðlæti á litlar 1.000 krónur. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.