Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 36
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ
SÆGREIFINN:
Siginn fiskur, selspik, skata
og gamlar hefðir í heiðri
Þeir gömlu félagar, Kjartan Hall-dórsson og Hörður Guðmanns-son, opnuðu veitingastaðinn
Sægreifann árið 2003 en þeir voru
fyrir með glæsilega fiskverslun og
ætluðu sér raunar aldrei út í veitinga-
rekstur. En frá fyrsta degi hefur
Sægreifinn notið mikilla vinsælda,
ekki síst vegna þess að þar er haldið
í hefðir og boðið upp á hefðbundið
fiskmeti sem Íslendingar hafa snætt í
gegnum aldirnar.
Sægreifinn er til húsa að Geirsgötu
8 við höfnina í Reykjavík. Núverandi
eigendur eru hjónin Elísabet Jean
Skúladóttir og Daði Steinn Sigurðs-
son. Rekstrarstjóri er Ester Hansen
og hún fræðir okkur lítillega um það
spennandi, árstíðabundna fiskmeti
sem verður á boðstólum á næstunni
og margir munu snæða af bestu lyst
fram að jólum.
„Við byrjum að afgreiða signa
fiskinn 9. október og svo verður hann
á boðstólum annan hvern þriðjudag
fram að maí. Selspik er borið fram
með signa fiskinum ásamt kartöflum
og öðru tilheyrandi. Í eftirrétt er síðan
„Steingrímur“, eins og Kjartan gamli
kallaði alltaf grjónagrautinn. Kolla
okkar sér til þess að héðan standi
menn sáttir upp frá borðum,“ segir
Ester.
Skatan byrjar fyrsta laugardaginn
í nóvember og verður svo á boðstól-
um fyrsta laugardag hvers mánaðar
fram að maí. Skatan verður síðan
daglega á borðum frá 17. til 23. des-
ember en þá verður jólastemningin
í algleymingi með skötuilmi dag eftir
dag.
„Þessi gamli góði matur er í uppá-
haldi hjá mörgum en hann fæst ekki
víða. Við viljum halda í þessar gömlu
venjur og hingað koma til dæmis
hópar Ólafsfirðinga og stórfjölskyldur
hittast oft í skötunni hjá okkur fyrir
jólin,“ segir Ester.
Sægreifinn er opinn alla daga
frá kl. 11.30 til 22.00. Ekki verður um
hlaðborð að ræða með þessum sjáv-
arkrásum heldur verður skammtað
á diskana en þó hægt að fá ábót ef
beðið er fallega.
Sjá nánar á Facebook-síðunni Sæ-
greifinn og vefsíðunni saegraefinn.is