Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Síða 40
Jólahlaðborð 5. október 2018KYNNINGARBLAÐ HÓTEL LAKI: Ógleymanleg veisla fyrir hópinn þinn á vinalegu fjölskylduhóteli Hótel Laki er huggulegt fjöl-skyldurekið hótel, staðsett að Efri Vík á Kirkjubæjarklaustri, í náttúrufegurð og dásamlegri kyrrð. Það er skemmtileg og vinsæl til- breyting að komast út úr ys og þys borgarlífsins til að skemmta sér og gleðjast í góðum hópi og Hótel Laki er kjörinn áfangastaður fyrir slíka skemmtun. Fjölskyldan á Hótel Laka hefur gaman af að taka á móti hóp- um, hvort sem það er starfsfólk fyrir- tækja, vinahópar eða aðrir, og dekra við mannskapinn. Hótel Laki getur gert hópatilboð sniðið að þörfum hvers og eins hóps. Góð aðstaða er uppi á þaki hót- elsins til að njóta norðurljósa í skjóli glerhýsis án ljósmengunar. Þar er vegglistaverk eftir Ólöfu Rún Bene- diktsdóttur listakonu sem vert er að skoða. Hótelið býður upp á skráningu á norðurljósavakningu að nóttu, þá hringir næturvaktin og lætur vita ef flott ljósasýning birtist á himninum. Barinn á Gígur Restaurant, á Hótel Laka, er allur nýlega endurbættur í samstarfi við Haf Studio. Þar er notalegt að eiga stund. Framundan eru tveir mjög áhugaverðir viðburðir á Hótel Laka. Laugardags- kvöldið 3. nóvember verður í boði glæsilegur fjögurra rétta villi- bráðarmatseðill. Leik- in verður notaleg tón- list undir borðhaldi og Árný Árnadóttir söngkona skemmtir gestum með fögrum söng. Hinn fjölhæfi Guðmundur Óli þenur nikku sína og býður í dans eftir borðhaldið. Tilboð í gistingu og mat fyrir þennan viðburð: Matur á 7.500 kr. – gisting fyrir tvo með morgunverði og kvöldverði á 30.000 kr. og aukanótt á 15.000 kr. Svo er dekrað við gestina með freyðivíni á herbergið. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður síðan boðið upp á glæsilegan fimm rétta jólamatseðil á 7.500 kr. Á eftir borðhaldinu verður lifandi tónlist með frábærum trúbador. Hægt er að taka allan pakkann: Gistingu, morgunverð og kvöldverð fyrir tvo á aðeins 30.000 kr. og aukanóttin á 15.000. Freyðivín á herbergið handa gestunum. Fyrir utan þessa tvo spennandi viðburði er hægt að semja um sérstök kvöld fyrir hópinn þinn og fá tilboð. Lögð er áhersla á góða þjónustu, sveigjanleika og hlýlegt viðmót á Hótel Laka og þar getur þú átt ógleymanlega helgi með hópnum þínum. Nánari upplýsingar í síma 412- 4600. Sjá einnig vefsíðuna hotellaki.is og Facebook-síðuna Hótel Laki. Verið velkomin í sveitina!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.