Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 45
KYNNING Ég byrjaði með einn bíl, árið 2016 voru þetta 2–3 bílar en síðan þá hefur þetta aukist stöð- ugt, í dag erum við með sjö bíla og það er einn nýr bíll á leiðinni fyrir komandi vetur,“ segir Stefán Þór Jónsson, bílstjóri og eig- andi flutningafyrirtækisins Á ferð og flugi. Starfsem- in hefur dafnað jafnt og þétt undanfarin misseri en þegar fyrirtækið var stofn- að í mars árið 2015 var bara einn flutningabíll í eigu þess. „Við erum aðallega í vöruflutningum, keyrum fyrir Samskip, Eimskip og Vörumiðlun. Við sjáum líka um allan áætlunarakstur með vörur til Mývatns frá Akureyri. Þetta eru mikið matvörur, byggingarvörur og síðan ýmislegt fleira,“ segir Stefán, en bílstjórar fyrirtækisins fara einnig oft milli Akureyrar og Seyðis- fjarðar í tengslum við ferðir ferjunnar Norrænu. Elti ástina til Akureyrar Stefán Þór Jónsson er Reykvíkingur en flutti til Ak- ureyrar fyrir tveimur árum, tók með sér eitthvað af ver- kefnum sem hann var með í Reykjavík og síðan hefur starfsemin bara vaxið: „Ég byrjaði með flutningabíl í Reykjavík en kærastan mín er héðan, hún vildi flytja norður og ég sló til og ákvað að sjá hvort ég fengi eitthvað að gera hér. Ég tók með mér hluta af vinnunni norður, Smyrilline-verkefnin fyrir norðan og svo var ég alltaf að keyra fyrir Samskip og Eimskip í Reykjavík líka, ég sagði þeim að ég væri að flytja mig norður og það var ekkert mál.“ Bílstjórarnir hjá fyrirtæk- inu eru nú orðnir samtals sex. Stefán Þór Jónsson og unnusta hans, Sigríður Þor- steinsdóttir, keyra bæði hjá fyrirtækinu en auk þeirra eru fjórir aðrir bílstjórar í fullu starfi. „Fyrirtækið hefur stækk- að mikið síðustu ár, og við höfum náð að bæta við okkur tækjum til þess að sinna þeim verkefnum sem við erum með,“ segir Stefán. Eins og komið hefur fram hér keyrir Á ferð og flugi mikið fyrir stór og þekkt flutningafyrirtæki en Stefán hefur áhuga á samstarfi við fleiri aðila: „Við erum bara verktaki og keyrum fyrir hvern sem er,“ segir Stefán en þeir sem hafa áhuga á að nýta sér flutningaþjón- ustu hans geta hringt í síma 789-1060, sent tölvupóst á netfangið stebbij@gmail. com eða haft samband í gegnum Facebook-síðuna https://www.facebook.com/ aferdogflugi/ Á FERÐ OG FLUGI: Stækkandi flutningafyrirtæki á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.