Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Qupperneq 46
46 FÓLK - VIÐTAL 5. oktober 2018„Þeir sem þurfa að sýna mesta ábyrgð eru þeir sem bera mest úr býtum D rífa Snædal, fram­ kvæmdastjóri Starfsgreina­ sambandsins, gefur kost á sér til forseta ASÍ í kosning­ um sem fara fram í lok mánaðar­ ins. Að loknu stúdentsprófi í Fjöl­ brautaskólanum í Breiðholti fór hún í Iðnskólann sem leiddi hana út í að verða formaður Iðnnema­ sambandsins þar sem hún steig sín fyrstu skref í verkalýðsbaráttu. Blaðamaður DV settist niður með Drífu á skrifstofu hennar í Borgar­ túni og ræddi við hana á persónu­ legum nótum um verkalýðsbarátt­ una og verkefnin framundan. „Ég var lengi að finna mig, það má segja að ég sé afsprengi góðs og sveigjanlegs skólakerfis á Ís­ landi. Ég vann sem tækniteiknari á verkfræðistofu í nokkur ár. Síð­ ar skráði ég mig í háskólann og ætlaði að verða endurskoðandi. Ég veit ekki hvernig mér datt það í hug en fór í viðskiptafræði og heillaðist að vinnumarkaðsfræði,“ segir Drífa. Á þeim tímapunkti má segja að það hafi verið aug­ ljóst hvert hún stefndi en lokarit­ gerðin var um gerð kjarasamninga og launamun kynjanna. Drífa er alin upp að hluta til í Svíþjóð, hún bjó í Lundi frá 6 til 11 ára aldurs. „Ég sneri aftur til Svíþjóðar til að ná mér í meist­ arapróf, frá 2010 til 2012. Ég bjó í stúdentakommúnunni sem barn og fullorðin.“ Ekki til í leikinn Drífa hefur alltaf brunnið fyrir stjórnmálum og ólst upp á Kvennalistaheimili. Amma henn­ ar var á meðal stofnenda Kvenna­ listans og voru móðir hennar og móðursystur virkar í flokknum. „Þetta er í genunum. Þetta gerist bara þegar maður er alinn upp á heimili þar sem rætt er um póli­ tík og þá fer manni að finnast það þegnskylda að taka þátt. Ég var alltaf mjög virk í pólitískri bar­ áttu, ég var í Kvennalistanum og tók þátt í stofnun Vinstri grænna 1999.“ Hún var framkvæmdastýra Vinstri grænna í fjögur ár og stóð oft frammi fyrir ákvörðun um hvort hún ætti að taka þátt í for­ vali. Hún hætti í flokknum í nóv­ ember 2017 þegar flokkurinn fór í viðræður um myndun ríkis­ stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. „Þegar flokkurinn fór í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þá var trú­ verðugleikinn farinn. Mér fannst þetta ekki geta orðið til hagsbóta fyrir þá hópa sem flokkurinn var að berjast fyrir,“ segir Drífa. Hún tekur það fram að það hafi ekki orðið nein persónuleg vinslit við þá sem eru enn í Vinstri grænum. Hún sér ekki eftir því að hafa yfirgefið flokkinn nú þegar ríkis­ stjórnin hefur setið í nærri því ár. „Áhrif innan ríkisstjórnar eru of­ metin. Mér finnst það mjög mikil­ vægt að vera með fólk sem gæt­ ir hagsmuna venjulegs fólks í stjórnar andstöðu. Þegar maður er kominn í ríkisstjórn þá er mað­ ur farinn að miðla málum og verja óverjandi ákvarðanir samstarfs­ flokks. Þannig virkar leikurinn, við vitum það. Þannig að allt í einu eru VG­liðar farnir að verja lög­ brot Sigríðar Andersen. Þetta var ekki leikur sem ég var til í.“ Margt líkt með Kvennaathvarf- inu og verkalýðshreyfingunni Að loknu námi starfaði hún hjá Kvennaathvarfinu, fyrst við fræðslu en síðar sem framkvæmdastýra. „Það var mjög skemmtilegur tími. Það var rosaleg virkni í kvennabar­ áttunni þá, við vorum í samstarfi við pólitíska flokka, kvenfélaga­ sambandið og vorum við að berj­ ast fyrir lagabreytingum sem eru nú flestar orðnar að veruleika. Það er fátt sem nær meiri árangri en þegar kvennakraftur er virkjaður.“ Tók það ekki á andlega að starfa með konum sem voru að flýja heimilisofbeldi? „Jú, það gerði það. En maður fær líka að sjá konur blómstra eft­ ir að hafa rofið einhvern vítahring. Þannig að þetta er mjög skemmti­ legt starf. Þetta eru viðtöl, þar sem konur koma og ræða um aðstæð­ ur sínar, svo settum við á laggirn­ ar stuðningshópa, svo voru konur að koma til okkar til dvalar. Það gat auðvitað verið svakalegt.“ Drífa sér talsverð líkindi á milli þess að starfa hjá Kvennaathvarf­ inu og innan verkalýðshreyfingar­ innar. „Það getur líka verið svaka­ legt að taka á móti einhverjum sem hefur lent í ofbeldi á vinnu­ markaði. Það geta verið ömurleg mál, það geta verið mál þar sem verið er að stela af þeim launun­ um eða verið að henda þeim út úr húsnæði í eigu atvinnurekenda.“ Þörf á Karlaathvarfi Málin sem rata inn á borð verka­ lýðshreyfingarinnar eru marg­ vísleg. Það heyrist á Drífu að hún hefur reynt að aðstoða marga sem hafa lent í mjög slæmum að­ stæðum, aðstæðum sem margir Íslendingar eiga erfitt með að ímynda sér að eigi sér stað í okkar samfélagi. „Þessi heimur getur verið ógeðslegur og mannfyrirlitn­ ingin algjör. Þetta er eitt af mín­ um hjartans málum, að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði því hún hefur ógeðslegar birtingar­ myndir,“ segir Drífa og hikar. „Við verðum að átta okkur á því að fólki virðist vera svo sama um ná­ ungann. Fólk er kannski að vinna hlið við hlið; Íslendingur sem veit allt um sín réttindi og skyldur, eins og Íslendingar eru góðir í, og útlendingur sem er nánast þræll. Þræll sem fær ekki útborgað og þarf að vinna við óboðlegar að­ stæður. Það þarf að virkja alla til vitundar um hver það er sem eftir þig skítinn. Það er ótrúlegur subbuskapur sem viðgengst á ís­ lenskum vinnumarkaði.“ Á þetta mest við um útlendinga? „Útlendinga og ungt fólk, en sérstaklega útlendinga, þar sem þeir þekkja ekki réttindi sín og skyldur. Stundum eru þeir hrædd­ ir við stéttarfélagið og lögregluna, koma kannski frá landi þar sem þetta er hvort tveggja spillt. Við höfum mörg dæmi þess að fólki hefnist fyrir að fara í stéttarfélag­ ið, rekið í kjölfarið eða eitthvað. Það er mjög auðvelt að misnota fólk. Þetta er okkar daglega bar­ átta að koma upplýsingum áleið­ is til fólks.“ Leiðirnar til þess að misnota aðstöðu og þekkingarleysi fólks eru margar. Ný leið sem Drífa seg­ ir að sé að ryðja sér til rúms hér á landi virkar heiðarleg á yfir­ borðinu og til þess að hún virki þarf marga aðila og mikið fjár­ magn. „Þetta er svakalegt. Það eru gerðir ráðningarsamningar, gefnir út launaseðlar og allt það, en það er verið að hirða mestan hluta launanna í húsnæði, ferðir, líkams ræktarstyrki og alls kon­ ar. Það er bara verið að tína til alls konar kostnað til þess að ná pen­ ingunum aftur inn í fyrirtækið. Hugmyndaflugið er alveg enda­ laust þegar kemur að því að stela peningum og vinnuframlagi fólks.“ Til þess að vinna bug á þessu er verkalýðshreyfingin búin að byggja upp gott samstarf við lög­ regluna ásamt því að setja á lagg­ irnar teymi til að kalla saman við sérstakar aðstæður. Vandinn er sá að kerfið er ekki búið að gera sér grein fyrir hvernig á að takast á við aðstæður fólk sem er nánast, eða hreinlega, þrælar. „Hingað kem­ ur maður sem er með skráð lög­ heimili í sveitarfélagi sem hann hefur aldrei komið til og þá er kominn upp einhver ágreiningur upp hvaða félagsþjónusta í hvaða sveitarfélagi eigi að aðstoða hann. Á meðan er hann bara hérna og hefur engan stað til að sofa á.“ Drífa hefur áhugaverða lausn á slíku vandamáli. „Við þurfum að setja á laggirnar Karlaathvarf. Eða við getum viðurkennt að við byggj­ um okkar velsæld á því að misnota annað fólk. Ef við gerum það ekki þá þurfum við að gera eitthvað í því.“ Heyrt ótrúlegustu nöfn Markmið hennar í dag er að verða næsti forseti ASÍ. Verkefni næsta forseta ASÍ eru meðal annars að leiða verkalýðshreyfinguna í gegn­ um væntanleg átök á vinnumark­ aði. Það myndi setja Drífu beint í skotlínu opinberrar umræðu á Íslandi, eitthvað sem hörðustu stjórnmálamenn hafa kveinkað sér undan undanfarin misseri. „Það er ótrúlegur subbuskapur sem viðgengst á íslenskum vinnumarkaði“ n Drífa Snædal vill verða næsti forseti ASÍ n Margt líkt með Kvennaathvarfinu og verkalýðshreyfingunni Ari Brynjólfsson ari@dv.is DV/HANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.