Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Blaðsíða 48
48 FÓLK - VIÐTAL 5. oktober 2018 „Það er ekkert mál að verða heims- frægur á Íslandi, hér er annar hver maður í opinberri umræðu,“ segir Drífa og hlær. „Nei, nei, þetta er ekkert sem ég óttast. Ég á ekki í neinum vandræðum með að tala máli umbjóðenda, tala máli þeirra sem hafa ekki aðgang að fjölmiðl- um og enduróma það sem bak- landið hefur samþykkt. Það sem mér finnst óþægilegt er að tefla sjálfri mér fram sem persónu, það er öðruvísi. Mín sýn á það að vera í félagasamtökum er að það á ekki að fjalla um persónu, þess vegna finnst mér það andstætt mínum hugmyndum að vera í persónu- kjöri,“ segir Drífa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að gera.“ Það hefur verið talað um að Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, ásamt fleirum, ætli sér að taka yfir ASÍ. Ert þú þeirra frambjóðandi? „Ég hef ekki sóst eftir stuðn- ingi frá neinum. Mér finnst baga- legt þegar það er verið að merkja ákveðna frambjóðendur. Ég hef verið í ágætis samskiptum við mjög marga anga innan verkalýðs- hreyfingarinnar, þá sem hafa kom- ið nýir inn og þá sem voru fyrir. Það er mín hugmynd að allir geti unnið saman. Ástæða þess að ég býð mig fram er að ég fékk hvatn- ingu úr öllum áttum. Þá hugsa ég, „ókei, ég á séns á að geta sameinað alla“, þess vegna finnst mér leiðin- legt þegar verið er að eyrnamerkja frambjóðendur. Sérstaklega þegar það eru konur og það eiga að vera einhverjir karlar að spila þeim fram.“ Drífa hefur heyrt margs konar sögur og útfærslu á því hverjir eða hvaða öfl séu að baki hennar framboði. „Ég hef heyrt „Sólveig, Ragnar, Villi“, ég hef heyrt að það sé Gylfi Arnbjörns, ég hef heyrt að það sé Gunnar Smári eða Ög- mundur Jónasson. Það eru alveg ótrúlegustu nöfn.“ Þó svo að þau standi ekki að baki þínu framboði, ert þú sam- mála Sólveigu Önnu, Ragnari Þór og Vilhjálmi Birgissyni um að það þurfi að gera róttækar breytingar? „Já. Ég vil gera róttækar breytingar á samfélaginu. Það er hópur sem hefur setið eftir og það sem við höfum áorkað í kjarasamningum hefur verið hirt í húsaleigu og skertum bótum. Ég held að allir í verkalýðshreyf- ingunni séu sammála um þetta, þetta snýst bara um útfærslu. Lægsti tekjuhópurinn hefur tek- ið á sig miklu meiri skattbyrðar en hann gerði fyrir 30 árum þannig að þróunin hefur verið í átt að auk- inni misskiptingu.“ Það hefur verið nokkuð rætt um misskiptingu og jöfnuð undanfar- ið, fram hafa stigið þeir sem segja misskiptingu ekki mikla og alls ekki að aukast. „Við erum ekki að tala um tekjumisskiptingu held- ur eignamisskiptingu. Það er ekki hægt að undanskilja heila stétt fjármagnstekjueigenda sem eru ekki á launaskrá neins staðar.“ „Verkalýðshreyfingin er verkalýðspólitík“ Sérðu fram á blóðug átök á vinnu- markaði? „Það fer allt eftir viðsemjendum okkar,“ segir Drífa og hlær. „Það er ekki í okkar höndum. Það er ekk- ert launungarmál að þetta mis- rétti sem fólk finnur á eigin skinni, daglega, það er eitthvað sem til- heyrir stjórnvöldum að bæta úr. Það þarf að draga úr misskiptingu í innheimtu skatta. Fólk á ekki að verða gjaldþrota bara því það veikist. Það þarf að afnema gjöld úr skólakerfinu og heilbrigðiskerf- inu,“ segir Drífa. Skilaboðin sem hún vill senda til ríkisstjórnarinn- ar og þingsins eru skýr. „Stjórn- völd þurfa að koma með eitthvað í pakkann. Ekki síst við að leysa húsnæðisvandann. Það fer eftir stjórnvöldum og viðsemjendum okkar hversu harður vetur þetta verður.“ Er það í verkahring verkalýðs- hreyfingarinnar að skipta sér af stefnu stjórnvalda, er það ekki kjósenda og þeirra fulltrúa? „Verkalýðshreyfingin á að skipta sér af öllu. Þetta eru hags- munasamtök launafólks og allt sem snertir kaup og aðbúnað launafólks á Íslandi, kemur verka- lýðshreyfingunni við.“ Er þá ekki verið að lauma inn vinstrisinnuðum áherslum bak- dyramegin sem ekki tókst að koma á í þingkosningum? „Verkalýðshreyfingin er verka- lýðspólitík. Við vitum að fólk kýs yfir sig ákveðna flokka og er svo ekkert ánægt með útfærsluna þegar það er komið í stjórnarráð- ið,“ segir Drífa og brosir. „Það er okkar hlutverk að veita stjórn- völdum aðhald og þrýsta á um breytingar sem verða launafólki til góðs.“ Því skal haldið til haga að ASÍ fer ekki í verkfall og hefur ekki um- boð til að gera kjarasamninga, ef það kemur til þess þá eru það að- ildarfélögin. Hlutverk ASÍ er að finna samhljóm meðal félaganna. Kemur verkfall til greina? „Það kemur allt til greina. Verk- fallsvopnið er mjög mikilvægt og launafólk verður að vera tilbúið að beita því. Það sem við eigum eftir að fá úr skorið eru kröfurnar, nú erum við að fá mynd af kröfum félagsmanna og hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga. Þetta er bara matsatriði þegar tíminn kemur.“ Nú er talað um að of miklar launahækkanir séu ekki raunhæf- ar og geti beinlínis verið hættu- legar stöðugleika efnahagslífsins. „Þetta er bara alltaf sama gamla sagan. Ég spyr á móti, stöðugleiki fyrir hvern? Erum við að tala um fólk sem getur ekki unnið fyrir sér eða vinnur en hefur samt ekki efni á því að borga húsaleigu, mat og lifa sómasamlegu lífi? Er það stöð- ugleiki sem við viljum? Við höfum farið í gengum uppgang og dýfur og það að biðja launafólk um að viðhalda stöðugleika þegar það getur varla séð fyrir sér er forhert. Forhert.“ Þurfa að hætta að smyrja Vilhjálmur Birgisson, verka- lýðsleiðtogi á Akranesi, hefur ver- ið hávær í gagnrýni sinni á fyrir- komulag launahækkana. Hann hefur margsinnis sagt að pró- sentuhækkanir séu einungis til þess að breikka launabilið. Það sem þurfi að gera sé að semja um krónutöluhækkanir. Það má segja að við séum vön að heyra talað um prósentur í kringum kjarasamninga, er hægt að semja upp á krónutöluhækk- anir til að þær haldist og verði ekki breytt í prósentur fyrir þá sem eru hærra í launakeðjunni? „Þá verða allir að sýna ábyrgð. Þeir sem þurfa að sýna mesta ábyrgð eru þeir sem bera mest úr býtum. Þeir verða þá að sýna „Það fer eft- ir stjórn- völdum og við- semjendum okkar hversu harður þetta verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.