Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Qupperneq 57
TÍMAVÉLIN 575. október 2018„Mikil ólga var á vinnu- markaði, verkföll og slagsmál nær daglegt brauð Félagslegt raunsæi V erðmæti verða ekki aðeins metin í krónum og aurum og er sá listræni arfur sem spratt upp úr kreppunni dæmi um það. Félagslegt raunsæi er heitið sem hefur verið notað til að ramma inn þau skáld sem spruttu upp á þessum tíma. Þau reyndu að lýsa brauðstriti almennings á sem raunsæjastan hátt út frá sjónarhóli stéttabaráttunnar. Nóbelsskáldið Halldór Laxness var stærsta afurð stefnunnar hér á landi. Á meðal annarra höfunda má nefna Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinar. Verk þeirra eru rammpólitísk en jafnframt greinandi fyrir þær þjóðfé- lagsbreytingar sem áttu sér stað á þessum tíma þegar sveitasamfélagið var að líða undir lok. Salka Valka eftir Laxness kom út árið 1931 og Rauður loginn brann eftir Stein Stein- ar árið 1934. Bæði tímamóta- listaverk sem eru innblásin af sósíalisma. Áhrif stefnunnar vörðu hér á landi allt til ársins 1950 eða þar um kring. n ALLUR ÓÞARFI BANNAÐUR n Innflutningshöft sem vörðu í áratugi I nnflutningshöft voru ekki ný af nálinni á Íslandi þegar kreppan mikla læddist hingað árið 1930. Allt frá upphafi fyrri heimsstyrj- aldar árið 1914 höfðu gjaldeyris- og innflutningstakmarkanir verið virkar. En árið 1930 hríðféll verð á útflutn- ingsvörum Íslands og brugðu stjórn- völd þá á það ráð að takmarka allan innflutning á „óþarfa varningi.“ Þann 3. október árið 1931 setti ríkis stjórn Framsóknarflokksins reglugerð um að skilaskyldu gjaldeyr- is til banka. Þann 23. sama mánaðar var sett reglugerð í atvinnumálaráðu- neytinu um innflutningsbann sem heimilt var samkvæmt eldri lögum. Sem dæmi um óþarfa sem bann- að var að flytja inn mátti nefna kjöt, smjör, fisk, ávexti, brauð, sælgæti, ilmvötn, hljóðfæri, grammófón- plötur, málverk, bifreiðar, skófatn- að, tilbúinn fatnað, silki, kvikmyndir, tóbak, skartgripi, sápu, húsgögn og margt fleira. Listinn var reyndar svo langur að fljótlegra væri að telja upp hvað var ekki á honum. Á þessu eina ári hafði innflutningur reyndar þegar hrunið um þriðjung, úr 60 milljónum í 40. Stjórnin fylgdi þessu eftir og var kaupmönnum gert skylt að gefa sér- stakri innflutningsnefnd nákvæmar skýrslur á birgðastöðu þeirra af fram- an töldum vörum. Brot gegn bann- inu gat varðað sektum allt að 100 þúsund krónum. En hægt var að fá undanþágur að vissum skilyrðum uppfylltum. Kreppan varði hér út áratuginn en árið 1939 var nær helmingur varningsins settur á svokallað- an frílista og undanþeginn banni. Þegar stríðið skall á og Bretar her- námu landið voru höftin fljótlega hert aftur. Haftastefnan markaði næstu áratugi og landsmenn þurftu að fylla út skömmtunarmiða til að kaupa sér gúmmístígvél eða spari- glös svo að dæmi séu tekin. Á sjötta áratugnum slaknaði á höftunum og árið 1960 voru um 60 prósent inn- flutnings gefin frjáls. n HANNIBAL RÆNT Í BOLUNGARVÍK nBátsmennirnir handteknir V estfirðir voru sá staður þar sem kreppan beit hvað sárast og því brýnt að samstaða verkafólks væri traust. Í Bolungarvík gekk hins vegar illa að koma saman verka- lýðsfélagi og var Hannibal Valdi- marsson loks fenginn til þess árið 1931. Það gekk hins vegar ekki bet- ur en svo að Hannibal var tekinn höndum og fluttur nauðugur úr bænum. Hannibal, síðar þingmaður og ráðherra, var verkalýðsforingi á Ísafirði í þá daga. Vorið 1931 varð hann við beiðni Verkalýðssam- bands Vestfjarða um að stofna fé- lag á Bolungarvík og bjó hann hjá Guðrúnu systur sinni á meðan. Hann tók sinn tíma, ræddi við fólk og sá að mikil örbirgð var á staðnum en heimamenn voru þó tvístígandi við að stofna félag. Fólki var hreinlega hótað upp- sögnum ef það byndist slíkum samtökum. Loks voru fundir haldnir í maí með liðsinni Sveins Halldórs sonar skólastjóra og séra Páls Sigurðs- sonar. En andstæðingar mættu á fundinn og var mönnum nokkuð heitt í hamsi. Síðar í mánuðin- um var félagið hins vegar stofn- að þó að stofnfélagarnir væru ekki margir. Ekki var fallist á launakröfur fé- lagsmanna um haustið og taxtinn langt frá því að tryggja fólki lífs- viðurværi. Boðað var því til verk- falls um vorið. Eftir nokkurra daga verkfall gáfust atvinnurekendur upp og sömdu við hið nýstofn- aða félag og fékk það þar með lög- mæti. En illindunum linnti hins vegar ekki og var til dæmis safn- að undirskriftum til að reyna að fá séra Pál til að segja af sér. Tveir ungir atvinnurekendur, Bjarni Fannberg og Högni Gunnarsson, höfðu neitað að undirrita samn- ingana og um vorið mögnuðust illdeilurnar í bænum. Spyrnti við fótum alla leiðina Hannibal, sem hafði farið aftur heim, kom til Bolungarvíkur þann 26. júní árið 1932 til að fylgjast með framgangi mála og aðstoða ef hann gæti. Hannibal kom að landi ásamt Karlakór Ísafjarðar, sem ætlaði að syngja þar í bænum um daginn, og hann fór rakleiðis heim til félaga síns að þiggja kaffi. Þegar kaffið var komið á borðið kom stór hópur manna og barði að dyrum. Fyrir hópnum fór Högni Gunnars- son og spurði um Hannibal. Þegar Hannibal gekk að dyrum sagði Högni honum að það biði hans bátur við öldubrjótinn. Búið væri að ákveða að senda hann aft- ur til Ísafjarðar. Hannibal sagðist ætla að hlýða á kórinn og yrði því ekki haggað. Þegar hann ætlaði aftur inn til að ljúka við kaffið sagði Högni: „Bjartur, hrintu honum út!“ Var þá maður hinum megin við hann sem hrinti honum út úr húsinu. Urðu þá nokkrar ryskingar en Hannibal var loks nauðug- ur fluttur burt. Í kæru til lögreglu sagði Hannibal: „Spyrnti ég við fótum alla leið út götuna og er á brjótinn kom, var mér hótað því, að mér yrði kastað í sjóinn, ef ég sýndi mótþróa. Var mér síðan hrint niður í bátinn og var það nokkuð fall. Var síðan haldið af stað og mér haldið, með- an farið var frá brjótnum.“ Þegar í Ísafjarðarhöfn var kom- ið snerist taflið þó við og voru báts- mennirnir handteknir á staðnum. Héldu síðan 40 Ísfirðingar með Hannibal í broddi fylkingar yfir til Bolungarvíkur og bjuggust jafnvel við ryskingum við heimamenn. Varð þó ekki af þeim heldur var öflugur fundur haldinn í bænum um kvöldið og nokkru síðar gengu bæði Högni og Bjarni að samning- um. n Halldór Laxness Afurð félagslegs raunsæis. Spegillinn 1948 Grín hent að skömmtunarkerfinu. „Bjartur, hrintu honum út! Landspítali, útvarp og strætó Mikil ólga var á vinnumarkaði, verkföll og slagsmál nær daglegt brauð. En þrátt fyrir það var sam- takamáttur þjóðarinnar það sterk- ur að mörgum af helstu þjóðþrifa- verkefnum aldarinnar var hrundið af stað. Í desember árið 1930 var Landspítalinn opnaður við Hring- braut. Sama ár hófust útsendingar Ríkisútvarpsins og Austurbæjar- skólinn, einn sá fullkomnasti á Norðurlöndum, var opnaður. Ári síðar hófu Strætisvagnar Reykja- víkur að keyra um borgina, átta vagnar alls, og fyrsta dagheimil- ið var opnað fyrir börn. Húsnæðis- skorturinn minnkaði í Reykja- vík þegar verkamannabústaðirnir við Hringbraut voru fullgerðir árið 1932 og sama ár var vegurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar akfær fyrir bifreiðar. Einhverjar mestu umbætur verkafólks, almannatryggingarnar, voru gerðar árið 1936, líkt og skóla- skylda sjö ára barna en ári áður hafði áfengisbanninu verið aflétt. Afþreying borgarbúa jókst til muna árið 1937 þegar Sundhöll Reykja- víkur var fullkláruð. Það sem vantaði hins vegar var næg atvinna og bættur efnahagur. Það kom með Bretanum vorið 1940, hálfu ári eftir að hildarleikurinn í Evrópu hófst. Þúsundir dáta komu til landsins og þurftu að koma upp aðstöðu fyrir sig og hertól sín. Hús, vegir, brýr og flugvellir þurftu að rísa á mettíma og Íslendingar gátu fengið vel borgað fyrir það. n Bátsmenn Handteknir á Ísafirði eftir mannránið. Hannibal Valdimarsson. Þingmaður og ráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.