Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Page 60
60 5. október 2018TÍMAVÉLIN Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is R onald Reagan var fertug- asti forseti Bandaríkjanna og talinn með þeim áhrifa- meiri. Hann leiddi bylgju nýfrjálshyggjunnar á níunda ára- tugnum ásamt Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Reagan átti litríkan feril, bæði sem leikari í Hollywood á sínum yngri árum og síðar sem ríkisstjóri Kali- forníu og forseti. Varð til dæmis gerð tilraun til að ráða hann af dögum í mars árið 1981, skömmu eftir að hann sór embættiseiðinn. Færri vita að Reagan starfaði sem lífvörður á skólaárum sínum og samkvæmt heimildum bjargaði hann 77 manns. Stúlkurnar vildu láta bjarga sér Reagan var fæddur í smábænum Tampico í norðurhluta Illinois- fylkis árið 1911. Snemma fékk hann viðurnefnið Dutch og þótti grannur en nokkuð hraustur og fjallmyndarlegur. Hann gekk í framhaldsskóla í bænum Dixon og sýndi þar fram á hæfileika í íþróttum og leiklist en var að- eins í meðallagi sem námsmað- ur. Hann vildi ekki dvelja mikið heima við því faðir hans var alkóhólisti sem drakk sig dauð- an nánast hvert kvöld. Þegar Reagan var sextán ára gamall, árið 1927, fékk hann starf sem lífvörður við fljótið Rock River í þjóðgarðinum Lowell Park í Iowa-fylki. Þar vann hann í sjö sumur samhliða námi við góðan orðstír. Reagan hafði nóg að gera og þurfti oft að stinga sér í ána til þess að bjarga fólki. Í hvert skipti sem hann gerði það risti hann í drumb sem var þar. Eftir sumrin sjö voru risturnar orðn- ar 77 talsins. Sumir hafa bent á að þessi tala geti varla staðist eða var sundkunnátta Iowa búa virki- lega svona afleit? Aðrir hafa þó bent á þá staðreynd að sumar stúlkurnar þóttust vera í hættu því þær vildu láta hinn unga og myndarlega Dutch „bjarga“ sér. Kafaði eftir fölskum tönnum Reagan bjargaði hins vegar ekki aðeins lífum í ánni heldur aðstoðaði hann fólk í ýmsum vanda. Þegar Reagan var ný- byrjaður sem lífvörður kom til hans eldri maður sem hafði verið að synda í ánni og sagði: „Gætir þú vinsamlegast stokk- ið út í ána því ég er búinn að týna fölsku tönnunum mínum?“ Reagan gerði það en fann ekki tennurnar við fyrstu leit. Hann lét þó ekki deigan síga og kaf- aði margsinnis til viðbótar þar til hann fann loksins tennur karlsins. Eigandi tannanna var svo ánægður að hann verðlaun- aði Reagan með tíu dollurum. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk borgað fyrir að gera nokk- uð,“ sagði forsetinn í viðtali ára- tugum seinna. Hlutverk hans var ekki aðeins að hjálpa fólki heldur einnig að sjá til þess að það fylgdi reglum; til dæmis að fara upp úr ánni á réttum tíma. Þegar garðinum var lokað á daginn voru margir sem vildu synda áfram. Öskraði hann þá: „Fljótarottur!!“ En það er annað orð yfir nútríur, stór og mikil nagdýr, skyld bjórum, með beittar tennur. Eins og margir vita þjáðist forsetinn af Alzheimer á sínum efri árum og háði það honum mjög á síðara kjörtímabilinu í embætti. Hann varð lítt viljugur til að ræða við fólk, sérstaklega um fortíðina. En hann mundi alltaf eftir árunum í Lowell Park og mynd af ánni hékk uppi á vegg heima hjá honum. Þetta var það sem hann var stoltastur af undir lok ævikvöldsins árið 2004. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Ronald Reagan bjargaði 77 mannslífum og fölskum tönnum Ronald Reagan Forsetinn og lífvörðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.