Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 42
42 FÓLK - VIÐTAL 14. sept 2018 Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur: Miðstræti 7, Reykjavík Lilja Sigurlína er yngsta dóttir Pálma Jónssonar, sem stofnaði Hagkaup árið 1959 og lést árið 1991. Arfurinn var drjúgur og hafa systkinin fjár- fest í Högum og öðrum félögum. Til að mynda átti Lilja 0,33 prósenta hlut í Högum árið 2016. Árið 2001 gekk Lilja að eiga leikarann Baltasar Kormák Baltasarsson en hann hefur síðan haslað sér völl sem leikstjóri, bæði á Íslandi og í Hollywood. Meðal þeirra kvikmynda og þáttaraða sem hann hefur stýrt eru Hafið, Mýrin, Contraband og Ófærð. Myndirnar hafa verið vinsælar og þær amerísku skilað milljörðum í kassann. Árið 2013 voru eignir Lilju og Baltasars metnar á þrjá milljarða króna. Hjónin hafa lengi búið í gömlu og glæsilegu bárujárnshúsi við Mið- stræti í miðbæ Reykjavíkur. Þau eru einnig ábúendur á Hofi í Skaga- firði, sem er nýmóðins glæsihýsi sem hefur verið verðlaunað af er- lendum arkitektasamtökum. Pálmi, faðir Lilju, var frá þorpinu Hofsósi og var hún Lilja á meðal þeirra sem gáfu staðnum nýstárlega sundlaug sem hefur eflt komu ferðamanna þangað. Plastlaus september Prófaðu umhverfisvæna ruslapokann SEGÐU NEI VIÐ PLASTI • Brotnar niður á nokkrum vikum • Umhverfisvænn • Slitsterkur RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhann- esson: Sóleyjargata 11, Reykjavík Kaupsýslukonan Ingibjörg Pálmadóttir á sterkar ræt- ur í miðbæ Reykjavíkur en hún er þekkt fyrir að- komu sína að vörumerkinu 101, þar á meðal 101 Hótel. Hún er hönnuður að mennt og hefur verið eiginmanni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, innan handar þegar kemur að kaupum á eignum í tísku- og fataheiminum. Þau hjónin voru mjög áberandi í íslensku viðskipta- lífi fyrir hrun og segja má að góðærið hafi náð hámarki sínu þegar þau létu pússa sig saman árið 2007, kallaði Séð og Heyrt það „brúðkaup aldarinnar“. Í dag er hún aðaleigandi Fréttablaðsins. Þau hjónin eiga saman sex börn. Kristján Loftsson: Laugarásvegur 19, Reykjavík Kristján er einn óvinsælasti Íslendingurinn á er- lendri grundu, þá sérstaklega meðal þeirra sem er annt um hvali. Sem eigandi og forstjóri Hvals hefur hann í áratugi talað fyrir sjálfbærum hvalveiðum, alþjóðlegum dýraverndarsinnum til mikillar óá- nægju, en Kristján hefur eldað grátt silfur við sam- tök á borð við Greenpeace allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Kristján hefur verið umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, í vor seldi hann eign sína í HB Granda fyrir nærri 22 milljarða króna. Sam- kvæmt Tekjublaðinu er hann launahæsti einstaklingurinn í sjávarútvegi og landbún- aði með 4,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Hann býr ásamt eiginkonu sinni í stórglæsi- legu einbýlishúsi í Laugarnesinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.