Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Qupperneq 14
14 umræða Sandkorn 1. júní 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is T ölvunefnd, sem varð síðar Persónuvernd, úrskurðaði árið 1995 að heimilt væri að vinna upplýsingar upp úr álagningarskrám Ríkisskattstjóra og birta þær á meðan skrárnar væru opnar almenningi. Síðan þá hafa ýmsir fjölmiðlar gefið út svokölluð tekjublöð og á hverju ári stíga ákveðin öfl fram og gagnrýna þetta. „Þetta er bara hnýsni“, „Hvað kemur þetta ykkur við“ og „Laun fólks eiga að vera trúnaðarmál“ eru frasar sem dúkka upp á hverju einasta ári, rétt eins og Kerta­ sníkir. Og er þetta ekki rétt? Hvað kemur það okkur við hvað upplýs­ ingafulltrúi Íslandsbanka er með í tekjur? Eða einhver „áhrifavaldur“ á Snapchat? Auðvitað kemur það okkur við. Hér er ekki um viðkvæm­ ar persónuupplýsingar að ræða og það er ekki verið að kíkja inn í hjónaherbergi til fólks um miðja nótt. Þetta eru fjárhagslegar upp­ lýsingar sem eru í mörgum öðrum tilvikum aðgengilegar og birtar í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi gjaldþrot og nauðungarsölur, sem eru ávallt neyðarlegur atburður fyrir fólk sama hverjar ástæðurnar eru. Kaupmálar milli hjóna þar sem hægt er að sjá hversu vel fólk treystir hvert öðru. Skipti á dánarbúum þar sem eigur látinn­ ar manneskju eru opinberaðar. Kaupsamningar og fleira og fleira. En það er ekki agnúast yfir þessu heldur aðeins blessuðum tekju­ blöðunum og grunar mann að verið sé að vernda vissa hagsmuni frekar en að einhver hugsjón liggi þar að baki. Tekjublaðið er þörf árleg áminning um fjárhagslega mis­ munun á Íslandi. Þar sjáum við til dæmis hverjir það eru sem græða á auðlindum landsins og höfum við þar einhverjar viðmiðunar­ upphæðir, sem við vitum samt að segja ekki alla söguna því hér er einungis um launatekjur að ræða. Við sjáum einnig svart á hvítu muninn á kynjunum og muninn á innfæddum Íslendingum og inn­ flytjendum. Við sjáum hvernig for­ stjórar og toppar ríkis og sveitar­ félaga skammta sér allt allt of stóra sneið af kökunni. Einnig hvernig fólk, sem allir vita að þénar vel, kemur sér undan samfélagslegri ábyrgð með því að skrá aðeins lít­ inn hluta tekna sinna sem laun. Það er ekkert hættulegt eða neyðarlegt við að þessar upplýs­ ingar séu gerðar opinberar nema fyrir þá sem hafa eitthvað að fela eða hafa skammtað sjálfum sér svívirðilegar upphæðir. Það hefur enginn neitt við tug milljóna mánaðartekjur að gera, nákvæm­ lega enginn, og almenningi svíð­ ur þetta. Því þó að það sé „góðæri“ og fólk hafi það almennt aðeins betra en fyrir áratug, þegar landið rambaði á barmi gjaldþrots, þá eru margir sem líða mikinn skort eins og fylgi Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins sýnir svo glögglega. Hér þarf fólk enn þá að leita í bið­ röðina hjá Fjölskylduhjálpinni og á tjaldsvæðið í Laugardalnum. Ég viðurkenni það fúslega að margir lesa tekjublaðið til að kjamsa og það er líka bara mann­ legt eðli og í fína lagi. En það er gott að fólk skuli þá kjamsa á raun­ verulegum og mikilvægum gögn­ um frekar en einhverju óstaðfestu slúðri um framhjáhald eða aðra mannlega bresti sem er kannski enginn fótur fyrir. n Mér kemur við hvað þú ert með í laun„Ég viðurkenni það fúslega að margir lesa tekjublaðið til að kjamsa og það er líka bara mannlegt eðli og í fína lagi. Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Peningarnir trompa alltaf Það kemur á óvart að Frjáls verslun gefi út tekjublað í ár þar sem blaðið var keypt af Myllusetri ehf. í fyrra. Myllu­ setur gefur út Viðskiptablað­ ið sem er vægast sagt and­ vígt að slíkar upplýsingar séu birtar opinberlega. Nánast á hverju ári birtist í blaðinu skoð­ anapistill þar sem skammast er yfir tekjublöðunum, eru liðin fimm ár síðan lesendum tekju­ blaðanna var lýst sem „per­ vertum“. Kvisast hefur að út­ gefendurnir nýju hafi fundað og íhugað vandlega hvort gefa ætti út tekjublað í ár. Tekju­ blað Frjálsrar verslunar er hins vegar blaðið sem selst lang­ mest og eins og alltaf hjá frjáls­ hyggjumönnum þá trompa peningar alltaf hugsjónir á endanum. Hvenær verður einhver látinn sæta ábyrgð? Vandræðin halda áfram hjá RÚV, með þessu áframhaldi fer fréttastofa þeirra að nálgast aðra fjölmiðla í traustsmæling­ um meðal almennings. Skemmst er að minnast frétta­ flutnings RÚV af veitingastaðn­ um Sjanghæ á Akureyri. Óþarfa greiðslum á fé skattborgara til Guðmundar Spartakusar, í máli þar sem enginn innan RÚV setti niður fótinn. Og nú síðast spurningar í kosningaumræð­ um á RÚV. Það hefur vissulega margt mjög gott komið frá RÚV í seinni tíð en það er von að spurt sé hvenær einhver stjórn­ andi, innan stofnunar sem vill alltaf vita hver ber ábyrgð, verði látinn sæta ábyrgð á því reglu­ lega klúðri sem á sér stað þar innandyra. Þ að eru ýmis persónuvernd­ ar­ og friðhelgisjónar­ mið í gangi í umræðunni og ég velti fyrir mér hvers vegna það gildir ekki um þetta. Birting álagningarskráa er gam­ alt fyrirbæri, frá því þegar það var ekki sama eftirlit með fólki og í dag. Þá var þetta birt svo hægt væri að benda á að þessi mað­ ur keyrir á fínum bíl og á fín­ ar eignir en er ekki með miklar tekjur. Síðan þá hafa persónu­ verndarsjónar­ miðin breyst sem og löggjöfin, en samt fær þetta alltaf að halda sér. Þetta er stílbrot miðað við ann­ að sem er í gangi. En Íslendingar munu aldrei sætta sig við að fá ekki að vita hvað aðrir eru með í tekjur, þetta er eitthvað sálrænt. É g er hægra megin í öllu saman en þegar maður horfir á hagfræðina, frjálsan markað og verðmyndun þá byggir það mjög mikið á upplýs­ ingaflæði. Það á eins við launa­ markað og vinnumarkað. Laun eru verðmiði og til þess að vita hvað verðmiðinn er hár þarftu að vita hvernig launin eru. Ég gaf út tekjublöð í áratugi og þau voru hugsuð sem framlag til markaðarins. Við litum á þetta sem vinnu­ málaplagg enda eru þetta bestu upplýs­ ingarnar sem hægt er að fá um vinnumark­ að á Íslandi. Ritið er notað al­ veg út í eitt við mannaráðningar í stjórnunarstöðum og fleira þar sem tekjublöðin hjálpa við að setja verðmiða á vinnuna. Jón G. Hauksson, fyrrverandi ritstjóri Frjálsrar verslunar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Með og á Móti Tekjublöðin með á móti Spurning vikunnar Hvenær gréstu síðast? „Ég veit það ekki. Það eru allavega mjög mörg ár síðan.“ Kristinn Már Stefánsson „Guð, það er orðið of langt síðan. Ég man það ekki.“ erna guðný Jónasdóttir „Þegar ég horfði á X-faktor fyrir svona tveimur mánuðum.“ Sigurjón Aðalsteinsson „Fyrir fjórum eða fimm árum. Það var út af stelpu.“ Steingrímur Jón guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.