Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 18
18 fólk - viðtal 1. júní 2018 „Ég vissi að ég gæti ekki mikið lengur haldið þessu áfram, svo ég sagði upp vinnunni og stofnaði App Dynamic. P ratik Kumar er eigandi og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækis sem nýtur mik- illar velgengni en fáir hafa eflaust heyrt af. Hins vegar hafa margir heyrt um fyrirtækin sem hann starfar með en þau eru meðal þeirra stærstu í heiminum, eins og Philips, Microsoft, Intel, Harman Kardon og Samsung, svo fáein séu nefnd. Ég hitti Pratik í höfuð- stöðvum fyrirtækisins á nítjándu hæð turnsins í Kópavogi og ræddi við hann um hvernig honum hefði tekist að koma fyrir tæki sínu á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem hafa náð mestum tekjuvexti á árunum frá 2013 til 2016. Tekjur fyrir tækisins jukust um 255% á þessu tímabili og er App Dynamic eina íslenska fyrir- tækið á listanum. Fékk risa snertiskjá að gjöf frá Microsoft Ég kem inn á hornskrifstofu hans sem hefur hefur útsýni nánast yfir allt höfuðborgarsvæðið, en út- sýnið var ekki það fyrsta sem ég tók eftir, heldur þessi risaskjár sem nánast tók allt plássið á ein- um veggi þar. „Já, þetta var gjöf frá Microsoft,“ segir hann og bendir á 84 tommu snertiskjá. „Við vinn- um náið með Microsoft svo þeir ákváðu að gefa mér þetta tæki út af samstarfi okkar.“ Augu mín voru ansi lengi límd við þennan risaskjá og fór ég að sjá fyrir mér alla þá möguleika sem hann gat boðið upp á. Augun mín hins vegar beindust síðar að öðru á skrifstof- unni, það var vinnutölva Pratiks. „Þetta er líklega hraðvirkasta tölv- an á Íslandi í dag,“ segir Pratik og fer svo yfir nákvæmlega hvað er í henni. Eftir þessa sýningarkennslu settumst við niður í leðursófann á skrifstofunni og byrjaði ég að spyrja hann um barnæsku hans í Indlandi. Pratik fæddist og ólst upp í Nýju-Delí í Indlandi þar sem fjöl- skylda hans átti verksmiðju sem framleiddi hina ýmsu parta fyrir vélar. Þau áttu einnig nokkur smærri fyrirtæki ásamt því að reka sjálf skóla. Heimili hans var rétt í útjaðri borgarinnar og var verk- smiðjan rétt við heimili hans. Fjöl- skylda hans var vel stæð á ind- verskan mælikvarða og störfuðu meðal annars sex manns á heim- ilinu við að þjóna fjölskyldunni á hverjum degi. „Ég ræði ekki við marga Íslendinga sem hafa upp- lifað sömu barnæsku og ég, það er að segja að hafa haft þjóna sem sinntu mér nánast allan sólar- hringinn,“ segir Pratik og hlær. Íslenska fyrirtækið sem malar gull en enginn veit af n Framleiðir vöru sem gæti umbylt tækniheiminum n Á Íslandi er friður til að skapa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.