Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 73
Beint frá býliHelgarblað 1. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Bændur í bænum er bænda-markaður á Grensásvegi 10, rekinn af bændunum á Akri í Laugarási. Markaðurinn býður aðeins upp á lífrænar og sjálfbærar vörur og leitar uppi það besta sem í boði er hér á íslandi, ásamt því að flytja inn frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í lífrænum afurðum. Eitt vinsælasta tilboð markaðarins eru áskriftarkassar, sem afgreiddir eru vikulega út um allt land. Með þeim hafa viðskiptavinir aðgang að úrvals ferskvöru, sem breytist eftir framboði og árstíðum. Kassarnir eru afgreiddir í samstarfi við Olís á höfuðborgarsvæð- inu og Selfossi, með Flytjanda út á land eða í versluninni við Grensásveg. Nýlega hófu Bændur í bænum sam- starf við íþróttafélag til að auka fram- boð þeirra í fjáröflun sinni. Hugmyndin var að geta boðið upp á hollan kost til þeirra sem vildu styrkja félagið. Býður nú félagið upp á blandaðan ávaxta- og grænmetiskassa og hafa viðtökurnar verið framúrskarandi. Keyrt er heim að dyrum. Hægt er að fá kassana í mismunandi stærðum og breytast þeir vikulega. Besta leiðin til að kynna sér úrvalið er að koma í verslunina að Grensásvegi 10 en hún er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.15. Eða skoða netverslunina á slóðinni: baenduribaenum.is LÍFRÆNN GRÆNMETIS- OG ÁVAXTAKASSI: Frábær kostur fyrir einstak- linga, fyrirtæki og fjáröflun Blandaður ávaxta- og grænmetiskassi – miðlungsstærð – 4.490 kr. Blandaður ávaxta- og grænmetiskassi – miðlungsstærð – 4.490 kr. LINDARBREKKUBÚIÐ SELUR ALIKÁLFAKJÖT BEINT FRÁ BÝLI: „Maður þarf að skapa sjálfur sín eigin tækifæri“ Fyrir fjórum árum höfðu hjónin Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilm-ar Þór Sunnuson hug á að kaupa sumarbústað í Borgarfirði til að eiga afdrep í sveitasælu. Hugmyndin vatt hins vegar upp á sig og þau keyptu jörð á sunnanverðu Snæfellsnesi sem verið hafði í eyði í 30 ár. Á Lindarbrekkubúinu reka þau nú blandað bú og selja allar sínar afurðir beint frá býli. „Við erum aðallega í kálfakjötsfram- leiðslu, kaupum ca. vikugamla kálfa sem við ölum í 9–12 mánuði og seljum síðan kjötið beint frá býli,“ segir Guð- björg. „Við erum einnig með kindur, landnámshænur og höfum prófað að hafa grísi á sumrin.“ Bæði þekkja þau ágætlega til þess að búa í sveit, Hilmar er alinn upp í sveit og Guðbjörg hafði verið í sveit sem barn. Guðbjörg vann við bókhald í Reykjavík og Hilmar sem vélvirki á Grundartanga þegar fjölskyldan ákvað að flytja og því hefur starfsvettvangur- inn breyst talsvert þó reynslan nýtist líka vel í sveitinni. Þar eru dagarnir oft langir, nóg að gera á bænum og fjöl- margar hugmyndir sem hugur stendur til að koma í framkvæmd. Hjónin fluttu með þrjú af fjórum börnum sínum í sveitina, elsta var kom- ið í framhaldsskóla og býr hjá afa og ömmu í Reykjavík. „Börnin fóru úr 500 barna skóla í 18 barna skóla. Við erum kát og glöð með breytinguna, þetta er ævintýri og lífsfylling. Og okkur hefur verið vel tekið alls stað- ar, bæði okkur og afurðunum okkar. Við byrj- uðum hér upp á nýtt og erum að byggja upp og breyta. Við erum bara að þróast í róleg- heitunum og finna út hvar við viljum vera, stækka og hvar aðaláherslurnar eigi að vera,“ segir Guðbjörg. „Hugmyndirnar eru fleiri en tíminn til að framkvæma þær, það er svo margt spennandi hægt að gera.“ Kálfakjötið hreint kjöt og keyrt heim beint frá býli „Okkar kjöt er af 9–12 mánaða kálf- um, það er farið að taka á sig lit, en er ljósara og fíngerðara en nautakjöt, það er meyrt og mjúkt og hefur fengið að hanga vel,“ segir Guðbjörg. „Það er al- veg hreint. Það eru engin lyf, vatn eða önnur íblöndunarefni. Það er bragð- gott, auðmeltanlegt og létt í maga. Allar afurðir okkar eru seldar beint frá býli. Kostir þess eru rekjanleiki, milliliðalaus viðskipti, persónuleg tengsl neytenda og framleiðanda, áhersla á góða umhirðu og aðbúnað dýra á bænum, kjötið er unnið af kjöt- iðnaðarmönnum með mikla reynslu, sveigj- anleiki er í viðskiptum þar sem tillit er tekið til þarfa kaupandans, 100% hreint kjöt og heimsending. Við reyn- um að afgreiða allar okkar pantanir eins fljótt og auðið er, keyrum heim á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi eða sendum með landflutningum út á land oftast innan viku frá pöntun, mesta salan er á sumrin og þá er líka auðveldast að keyra út. Sveita- lífið er fjölbreytt, endalaust púl, hörkuvinna, og ofboðslega skemmtilegt.“ Hjónin eru með fleiri hugmyndir í vinnslu. „Við erum komin með framleiðsluleyfi fyrir sultum, marmelaði, pestó og fleira og höfum verið að prófa okkur áfram í brjóstsykurgerð. Síðan hef ég líka verið að vinna með handlitað band sem er ótrúlega skemmtileg viðbót. Við erum nokkrar konur í sveitinni sem stöndum að Búsæld, sem er eins konar „farmers market“, sem rek- in er í félagsheimilinu á Breiðabliki á sunnanverðu Snæfellsnesi í samstarfi við upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn sem er opin alla daga. Í Búsæld er bæði hægt að fá handverk og matvæli úr héraði og þar er hægt að kaupa allar okkar vörur – sem og á heimasíð- unni okkar, www. lindarbrekka.is. Finna má allar upplýsingar um Lindarbrekkubúið og vörur þess á heimasíðunni lindar- brekka.is og Facebook: Lindarbrekkubúið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.