Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 74
Beint frá býli Helgarblað 1. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Tungusilungur er með minnstu fiskeldisfyrirtækjum lands-ins og um leið merkilegt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða sælkeravörur á borð við birkireyktan regnbogasilung, reykta og grafna bleikju, ferska bleikju, ferskan silung og fleira lostæti. Stór hluti ferskvörunnar fer í útflutning og á Fiskmarkaðinn en aðrar afurðir Tungusilungs fást í verslunum Sam- kaupa, Mosfellsbakaríi, Fjarðarkaup- um, Melabúðinni og í Kolaportinu. „Faðir minn, Magnús Guðmunds- son, stofnaði Tungusilung árið 2002 og síðan hefur fyrirtækið stækkað hægt og rólega,“ segir Freyja Magn- úsdóttir, en í þessu fjölskyldufyrir- tæki er nú fjórði ættliðurinn kominn til starfa. „Við systurnar fimm kom- um snemma inn í reksturinn, síðan bættust synir mínir í hópinn og núna eru barnabarnabörn pabba farin að starfa hér í skólafríum á sumrin.“ Starfsemin skiptist í fiskeldi á landi við strendur Tálknafjarðar og fiskvinnslu í þorpinu. Þrír afkomend- ur Magnúsar starfa við vinnsluna og til viðbótar eru tveir sem vinna við fiskeldið. Í heildina eru níu starfs- menn í fyrirtækinu sem allir tengjast fjölskyldunni að einhverju leyti. Afurðirnar frá Tungusilungi eru margrómaðar kræsingar og til viðbótar við það sem upp var talið eru þau með á boðstólum svokallað regnbogapaté, þ.e. paté úr reyktum regnbogasilungi. Freyja segist telja að ekki séu aðrir aðilar með samb- ærilega vöru á markaði. Tungusilungur er til húsa við Strandgötu 39 á Tálknafirði og hægt er að kaupa vörurnar á staðnum eða panta. Fyrirspurnir má senda í gegnum Face- book-síðu Tungusilungs eða með tölvupósti á tungusilungur@ simnet.is. Einnig er hægt að hringja í síma 456-2664 og 863-0977. Skemmtileg- ast er þó að gera sér ferð um hér- aðið, kaupa á staðnum, spjalla við starfsfólk- ið og skoða starfsemina í leiðinni. TUNGUSILUNGUR ER FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI: Regnbogapaté og fleira lostæti Sveitabærinn Bjarteyjarsandur í Hvalfirði hefur verið í eigu sömu ættar frá árinu 1887, þar hefur í 25 ár verið rekin gestamóttaka og í dag, föstudaginn 1. júní, verður opnað þar sveitakaffihús sem leggur áherslu á eigin framleiðslu, bæði kökur og létta rétti. „Við höfum tekið á móti alls kyns hópum í mörg ár; skólahópum, erlend- um ferðamönnum, íslenskum starfs- mannahópum og öðrum hópum sem eiga leið um Hvalfjörð,“ segir Arnheiður Hjörleifsdóttir. „Síðasta sumar fundum við fyrir mikilli þörf á áningarstað fyrir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum, stað þar sem hægt væri að gera stutt stopp, fá sér léttar veitingar, hvíla sig, komast á snyrtingu og hitta heimafólk. Við ákváðum því að nota veturinn til að vinna í því að opna kaffihús hér í gömlu fjóshlöðunni.“ Flatkökutapas, kræklingaveisla og heimabakað góðgæti í boði á nýju kaffihúsi „Matseðilinn höfum við þróað í samstarfi við reynda matreiðslumenn og áherslan verður á heimafengið hráefni og heima- gerðan mat. Boðið verður upp á súpu dagsins, krækling úr Hvalfirði, samlokur og fleira. Við verðum svo með þjóðlega smárétti, en móðir mín, Sigríður Inga, gerir heimsins bestu flatkökur og við berum þær fram með bæði þjóðlegu og nýstárlegu áleggi eins og heimareyktu kjöti, grafinni lambalund, reyktum og gröfnum silungi og heimagerðu hummus svo fátt eitt sé nefnt. “ Kaffihúsið verður opið alla daga í sumar milli kl. 11–17. Tekið er á móti hópum utan þess tíma. „Vinsælustu hóparéttirnir eru grillhlaðborð beint frá býli og óvissumatseðill kokksins sem samanstendur af sjö spennandi réttum úr eldhúsi húsfreyjunnar.“ Fegurð Hvalfjarðar og nálægð hans við Reykjavík býður upp á óendanlega marga möguleika sem útivistar- og fjölskylduparadís. Það eru fjölbreyttar gönguleiðir og afþreying fyrir fjölskyldur og einstaklinga. „Við sérhæfum okkur í sögu og náttúru Hvalfjarðar og sjáum um að skipuleggja ferðir og sjá um leið- sögn fyrir hópa, allt upp í 200 manns.“ Það er fjölbreyttur hópur gesta sem kemur að Bjarteyjarsandi til að njóta náttúru, menningar og sveitaloftsins. „Í gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur í að aðstoða hópa sem vilja gera sér glaðan dag á þessu svæði. Það er orðið vinsælt að keyra um fjörðinn á fallegum degi, enda landslagið fjölbreytt og feg- urðin einstök,“ segir Arnheiður og býður alla velkomna á Bjarteyjarsand, bæði til að njóta náttúrunnar og heimsækja nýja kaffihúsið. Allar nánari upplýsingar um Bjart- eyjarsand, gönguleiðir um Hvalfjörð og leiðsögn má fá í símum 433-8831 og 891-6626 og með því að senda póst á netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur. is. Heimasíða: bjarteyjarsandur.is Facebooksíða: bjarteyjarsandur BJARTEYJARSANDUR: Sveitarómantík og fegurð Hvalfjarðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.