Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Síða 84
84 menning 1. júní 2018 L eikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson telur sig vera vel sjóaðan í sínu fagi, þrátt fyrir að hafa upphaflega slysast í leikmyndagerð. Hann hef­ ur komið að ýmsum stórum ver­ kefnum á skömmum tíma, bæði innlendum sem erlendum, og vann nýlega að stórslysamyndinni Adrift eftir Baltasar Kormák. Adrift er frumsýnd vestanhafs þessa helgi og hefur hlotið fín­ ar viðtökur. Um er að ræða sann­ sögulega mynd um Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp, en saman ætluðu þau að sigla frá Tahítí til San Diego árið 1983. Á miðri leið lentu þau í fellibylnum Raymond og þegar óveðrið var gengið yfir sáust miklar skemmd­ ir á bátnum og er unnustinn var horfinn. Shailene Woodley og Sam Claflin fara með helstu hlutverk. Þess má einnig geta að kvikmynda­ taka myndarinnar er í umsjón Ósk­ arsverðlaunahafans Roberts Ric­ hardson. Hann er víða talinn einn sá virtasti í bransanum og hefur unnið mikið með virtum leikstjór­ um á borð við Martin Scorsese, Oli­ ver Stone og Quentin Tarantino. Þegar Heimir hefst handa að nýju verkefni byrjar hann að safna í sarp­ inn ljósmyndum og punktum fyrir ákveðið „moodboard“ eins og hann kallar það, eða stemningsborð. Hefst þá ákvörðun um notkun ráðandi lita og stílbragða, sem Heimir segir að sé alltaf skemmtilegt ferli ásamt því að vinna náið með leikstjóra og kvik­ myndatökumanni. „Þegar ég var til dæmis að vinna undirbúningsvinnu fyrir Adrift þá bjó ég til myndabanka af karakt­ er sem mér fannst smellpassa við Tami. Ég sendi Balta þessar myndir og þær urðu kveikjan að nokkrum nýjum senum sem rötuðu svo í myndina, En þetta voru bara ljós­ myndir héðan og þaðan sem smellpössuðu við karakterinn,“ segir Heimir. „Stundum vinnur maður mikið með leikurum við að skapa þeirra heim en á endanum er það alltaf samvinna og samtal sem skilar bestu hugmyndunum.“ Dagarnir langir og álagið títt „Það hafa allir einhver sérsvið eða eru bara einfaldlega með réttu til­ finninguna fyrir verkefninu,“ segir Heimir og fullyrðir að það mikil­ vægasta í skapandi starfi sé að velja rétta fólkið til að vinna með. „Hvernig leikmyndadeild er sett saman fer eftir eðli verkefnisins. Ég held að þetta sé svipað með tónlist og að vera í hljómsveit. Fólk þarf að vinna saman langa daga og álagið er oft mikið. Þetta er kannski ekki fjölskylduvænsta atvinnugreinin, en það er eitthvað sem dregur mann í næsta verkefni og ég held að það sé blanda af öllu þessu góða fólki sem gefur allt í verkefnin, allir eru partur af sköp­ unarferlinu og það er það skemmtileg­ asta við þetta starf.“ Heimir er annar stofnenda fyrirtæk­ isins Irma Studio ásamt Arnari Orra Bjarnasyni. Þeir félagar reka þar margar deildir, frá leikmyndahönnun til framleiðslu­ verkstæðis og mótagerðar. „Fyrir­ tækið er alltaf að stækka frá ári til árs. Við byrjuðum fimm manns en erum með yfir tuttugu starfsmenn í dag.“ Heimir segir heim kvikmynda og sérstaklega leikmynda alltaf hafa heillað hann. „Ég var lengi búinn að fitla við heimildamynda­ gerð og ferðaðist mikið um heim­ inn, meðal annars með syni mín­ um Daniel. Við tókum upp efni á ferðalögum okkar um Kína og Ind­ land og ég var meira og minna á ferðalögum í nokkur ár. En það var fyrir slysni að ég endaði í þessu því það er erfitt að halda sér á floti með heimildamyndagerð,“ segir Heimir. Þá var hann farinn að vinna í leikmyndum í auglýsingum og ver­ kefnin fóru hratt stækkandi, sem Heimir segir skrifast á heppni. „Ég hef fengið að vinna með mjög færu fólki sem ég lærði mikið af. Svo kom fyrsta kvikmyndin en þær eru held ég séu orðnar sjö núna og ein sjónvarpssería sem ég hef verið leikmyndahönnuður að. Svo skipta auglýsingar og alls konar önnur verkefni hundruðum.“ Heimir hefur búið í New York og unnið við skúlptúra á kvikmyndun­ um The Secret Life of Walter Mitty og Noah. Einnig sá Heimir um leikmyndina í Hrútum, Vargi, Ég man þig, Eiðinum hans Baltasars og tónlistarmyndbandinu Utopia með Björk. Reyndi mikið á mannskapinn Hönnuðurinn segir að Adrift hafi verið bæði spennandi og krefjandi verkefni, en tækifærið kom til með léttu símtali frá Baltasar snemma árið 2017. „Hann hafði samband við mig og sagði: „Eigum við ekki að skella okkur í smá skútusigl­ ingu og gera bíó?“ Eftir að hafa les­ ið handritið þá ákvað ég að slá til og við fórum að skoða tökustaði skömmu síðar,“ segir Heimir. „Við vorum með mjög góða leik­ myndadeild þarna úti sem var að mestu frá Nýja­Sjálandi. Tökurnar í Rakiraki í Fídjíeyjum voru mjög erfiðar og reyndu mikið á mann­ skapinn.“ Það tók rúman mánuð að finna rétta bátinn sem Heimir segir vera stærsta tökustað myndarinnar. Hann fannst loksins í Auckland í Nýja­Sjálandi og voru gerðar mikl­ ar breytingar á honum. „Við smíðuðum svo eftirlík­ ingu af bátnum í fullri stærð sem var á sérstökum flotholtum til að geta sökkt honum og haft stjórn á hvernig hann hallaði. Fyrir inni­ tökurnar smíðuðum við einn sem var hægt að taka í sundur nánast hvar sem er fyrir myndavélar og ljós, fyrst tókum við innisenur og svo sökktum við settinu í sérstakri sundlaug,“ segir hann. „Þetta var mjög flókið tækni­ lega séð og margir verkfræðingar, bátahönnuðir og effektamenn sem komu að þessu en báturinn varð að þola mikinn sjógang og veltur sem voru mun meiri en við gerðum ráð fyrir, en þetta hélt allt saman. n ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Jarðvegsskrúfur er mun fljótlegri og öruggari leið fyrir íslenska veðráttu Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum „Kannski ekki fjölskyldu- vænsta atvinnugreinin“ Heimir Sverrisson hóf ferilinn í heimildamyndagerð og slysaðist í leikmyndirnar„Fólk þarf að vinna saman langa daga og álagið er oft mikið Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Óskarsverðlauna- hafinn Robert Richardson sér um kvikmyndatöku Adrift. Í bakgrunni er leikstjóri myndarinnar, Baltasar Kormákur. Heimir Sverrisson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.