Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 5
Litli-Bergþór 5
Starf íþróttadeildar árið 2016 var með svipuðu
sniði og undanfarin ár.
Grunnskólanemendur áttu kost á að leggja
stund á: glímu, körfubolta, fótbolta, bland og
fjör og íþróttaskóla. Bæði körfubolti og fótbolti
buðu upp á 2 æfingar í viku í vetur og hefur það
mælst vel fyrir. Hafa framfarir verið miklar hjá
börnunum.
Í körfuboltanum vorum við í miklu og góðu
samstarfi við Hrunamenn og er það sami þjálfarinn
sem þjálfar á báðum stöðum. Svo var í boði að
fara á samæfingu einu sinni í viku. Ég vona að
framhald verði á þessu samstarfi, því það er að
skila sér í sterkri liðsheild og gefur möguleika á
að tefla fram góðu liði á mótum.
Einnig hafa verið uppi hugmyndir, sem hafa hlotið
jákvæðar undirtektir, um að auka samstarf við
bæði Laugdæli og Hrunamenn í fótboltaþjálfun.
Talsverður fjöldi barna hefur svo einnig sótt
æfingar í frjálsum íþróttum og fimleikum á
Flúðum og veit ég ekki betur en mikil ánægja hafi
verið með það.
Íþróttadeild
Ungmennafélags Biskupstungna
Íþróttafólk Umf. Bisk 2017: Jóna Kolbrún Helgadóttir og Ólafur Magni Jónsson.
tvisvar í viku á skólselstíma og gátu börnin þá
mætt á sínar æfingar og keyrt síðan heim með
skólabílum. Þetta gekk ágætlega, en þó voru á
þessu ýmsir vankantar. Skólinn fór t.d. fram á að
Íþróttadeildin sæi um að útvega forfallakennara ef
eitthvað kom uppá hjá þjálfurum í þessum tímum,
en á því hefur íþróttadeildin ekki möguleika.
Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun varðandi
áframhaldandi samstarf í þessum málum.
Við útnefndum með stolti íþróttamenn ársins
2016, þau Jónu Kolbrúnu Helgadóttur og Ólaf
Magna Jónsson. Bæði hafa þau staðið sig vel í
frjálsum íþróttum og er Ólafur m.a. Íslandsmeistari
í kúluvarpi í sínum aldursflokki.
Ég þakka kærlega fyrir mig og hlakka til að
taka þátt í áframhaldandi hópastarfi á vegum
íþróttadeildar, þó ég kjósi að verða ekki áfram við
stjórnvölinn.
Bestu kveðjur og ósk um gleðilegt sumar,
Heiða Pálrún Leifsdóttir, fráfarandi formaður
íþróttadeildar.
Ég tel að aukin og góð
samvinna í íþróttamálum,
sem gengur eins í báðar áttir,
sé það sem við eigum að
stefna að. Stærsta vandamál
okkar er að fá inn þjálfara
og því er best að nýta þann
mannauð sem best.
Guðbjörg Bjarnadóttir
var fengin til að vera með
sundnámskeið fyrir yngri
börnin hér í Reykholti og
líkt og undafarin ár vakti það
mikla lukku og bæði börn
og foreldrar ánægðir með
„Guggusundið“.
Í júnímánuði var boðið
upp á fótboltaæfingar og
leikjanámskeið og einnig
var haldið útileikjakvöld
sem góð mæting var á.
Íþróttadeildin var í
samstarfi við Bláskógaskóla
í Reykholti í vetur um að
bjóða upp á íþróttaæfingar
á „skólatíma“. Voru æfingar