Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 21

Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 21
Litli-Bergþór 21 verndar svæðið og gefur gestum tækifæri til að njóta þess enn betur. Á heimasíðu arkitektafélagsins þann 8. mars 2014 er sagt frá niðurstöðum dómnefndar: Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal liggja nú fyrir. Alls bárust 14 tillögur og var dómnefnd samhljóma þegar koma að því að velja vinningstillöguna. Tillaga Landmótunar sf. hlaut fyrstu verð- laun en hópinn skipa Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt FÍLA, Guðrún Ragna Yngv- arsdóttir, arkitekt, Jóhann Sindri Pétursson meistaranemi í landslagsarkitektúr, Lilja K. Ólafsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA og Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt FÍLA í samstarfi við Argos arkitekta, Grétar Markússon arkitekt FAÍ, Stefán Örn Stefánsson arkitekt FAÍ og Einar Ásgeir E. Sæmundsen landslagsarkitekt FÍLA. Ráðgjöf veitti Gagarín ehf., margmiðlunarstofa. Önnur verðlaun hlaut Arkiteó: Magdalena Sig- urðardóttir arkitekt, Hulda Sigmarsdóttir arkitekt og Einar Ólafsson arkitekt FAÍ. Þriðju verðlaun hlutu Arkís arkitektar ehf. Birgir Teitsson arkitekt FAÍ og Sara Axelsdóttir arkitekt en ráðgjafar við tillögugerð voru þeir Hermann Ólafsson landslagsarkitekt FÍLA og Guðjón L. Sigurðsson lýsingahönnuður PLDA. Í áliti dómnefndar um vinningstillögu segir „að heildarlausn er vel útfærð og að tillagan leysi vel þær forsendur sem lagt var upp með. Lega stíganna er raunhæf og til þess fallinn að mynda gott flæði. Upplifunarstígum og útsýnispöllum er vel fyrirkomið. Sjónlínum er haldið hreinum og er aðgangur opnaður að fleiri hverum.“ Vonir standa til þess að verðlaunaðar hugmynd- ir verði nýttar í áframhaldandi vinnu við gerð heildarskipulags fyrir svæðið og að hefja megi uppbyggingu á svæðinu á grundvelli þeirrar vinnu. Í framhaldi af þessari vinnu fannst mér alveg ómögulegt að hætta að vinna áfram að málum. Við höfðum verið ansi aðhaldssöm varðandi styrkinn sem við fengum, þrátt fyrir að veita há verðlaun til vinningshafa. Það voru því enn til 5 milljónir króna í sjóðnum. Þeim var varið til að vinna deiliskipulag fyrir Geysissvæðið. Landmótun fékk verkið og nú liggur fyrir niðurstaða þeirrar vinnu. Enn meira samtal átti sér stað og aðilar að mestu leyti sáttir. Í dag er staðan sú að matsnefnd hefur eignarhaldsmálin í sínum höndum. Hún er að vinna við að meta verðgildi svæðisins og aðilar verða allir að samþykkja niðurstöðu matsnefndarinnar. Vonandi fæst niðurstaða í þá vinnu sem fyrst svo hægt verði að hefja vinnu við uppbyggingu hverasvæðisins og nágrennis.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.