Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 45

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 45
Litli-Bergþór 45 Eins og frú Sigríður er búin að segja þér, þá útskrifaðist ég læknir frá HÍ árið 1975, var eitt ár á Sauðárkróki áður en við fórum til Svíþjóðar 1977. Þar lauk ég námi í heimilislækningum árið 1982 og vann síðan eitt ár á nýrri heilsugæslustöð í Borås við bestu hugsanlegu skilyrði. Síðan fluttum við beint í Laugarás 1983 og vorum til 2016. Það voru mikil viðbrigði að koma frá Svíþjóð í Laugarás - segir Pétur.- Og menn skildu heldur ekkert hvað við vorum að æða þetta í burtu frá Svíþjóð. Ég var mikið einn fyrsta árið, þótt einhverjir afleysingalæknar hafi komið, þeir voru svona 1 til 3 mánuði. Ég var á eigin bíl í vinnunni og með eigin síma. Engir peningar til eins eða neins og gamaldags viðhorf hjá stjórnendum sveitarfélaganna og læknishéraðsins. Þegar við vorum orðnir tveir við Gylfi, var bara einn stóll fyrir lækninn, svo sá sem var ekki á vakt þurfti að finna sér eitthvað annað að gera en sinna móttöku sjúklinga. Fara í vitjanir, skólaheimsóknir, upp í virkjanir, sinna Litla- Hrauni, Laugarvatni, Flúðum, Sólheimum, elliheimilinu á Blesastöðum o.s.frv. En þrátt fyrir þrengslin var þetta nokkuð öflugur rekstur á stöðinni, við vorum með meinatækni, hjúkrunarfræðing, ljósmóður, ritara og annað sem þurfti til reksturs á einni heilsugæslustöð og lyfjasölu. Laugarás var fyrsta heilsugæslustöðin sem tók upp leit að brjóstakrabbameini skömmu eftir að við komum, þegar við fengum myndavél til að sinna þeirri leit. Við vorum heppnir með það, að félagasamtök voru ávallt dugleg að gefa okkur tæki. Aðstaðan breyttist ekki til batnaðar fyrr en með nýju Heilsugæslustöðinni, sem tekin var í notkun árið 1997 og aðstaðan stækkaði úr 117 í 450 fermetra. Þá fengum við loks sitt hvorn stólinn og gátum hætt að þjóna Litla-Hrauni. Í stað tannlæknis, sem átti að fá pláss í heilsugæslustöðinni, fengum við félagsþjónustu uppsveitanna, sem var mjög gott, því það er margt sameiginlegt með heilsugæslu og félagsþjónustu, svo sem umönnun aldraðra o.fl. En það var streð að koma nýju stöðinni á koppinn. Ég fór í margar ferðir til fjárveitinganefndar með Jóni í Vorsabæ. Ég held að það hafi verið vendipunktur þegar þingmenn Sunnlendinga, Þorsteinn Pálsson og Margrét Frímannsdóttir tóku málið upp og peningar fengust loks til framkvæmda. Geirharður Þorsteinsson arkitekt teiknaði húsið, Ingibjörg Pálmadóttir tók fyrstu skóflustungu og húsið var svo reist í alútboði af Þresti Jónssyni á Flúðum og hefur reynst ákaflega vel. Hvergi leki eða mygluskemmdir í því húsi. Varðandi starfið, þá eru það eru ekki margir bæir í uppsveitum Árnessýslu, sem ég hef ekki komið á og í svona litlu samfélagi Fyrsta skóflustunga tekin að nýju heilsugæslustöðinni 12. maí 1995. Talið f.v: sr. Axel Árnason, Ingibjörg Pálmadóttur ráðherra, Gylfi Haraldsson læknir, Kjartan Ágústsson á Löngumýri,(þáv. oddviti Skeiðamanna), Böðvar Pálsson Búrfelli (aftan við Gísla), Gísli Einarsson oddviti, Guðni Ágústsson og Pétur Skarphéðinsson læknir fyrir aftan hann. Pétur og Anna Ipsen hjúkrunarfræðingur í lyfsölu/ skrifstofu/kaffistofuaðstöðunni, sem nú er kaffistofa Lyfju-útibúsins.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.