Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 13
Litli-Bergþór 13
VESTURBYGGÐ 1 1979
Guðrún Ólafsdóttir (f. 19.02.1956) og Loftur Ingólfsson, frá Iðu (f.
17.04.1955) byggðu þetta hús og fluttu í það í nóvember 1979. Áður
bjuggu þau, frá
nóvember 1976,
í kjallara gamla
læknishússins.
Börn þeirra
eru: Ólafur (f.
25.06.1977) sem býr í Hafnarfirði, Ingimar (f.
10.09.1981) býr á Akureyri, Eyþór (f. 28.12.1985)
býr í Kópavogi og Guðrún Arna (f. 09.06.1993).
AUSTURBYGGÐ C /24 1980
1981 - 1985 Pétur Guðmundsson (f. 17.08.1945)
og Svandís Ottósdóttir (f. 30.09.1947, d.
21.01.2012) Pétur og Svandís bjuggu í Helgahúsi
frá 1975 – 1980, en Pétur gegndi á þeim tíma starfi
umsjónarmanns Hitaveitu Laugaráss. Úr Helgahúsi
fluttu þau í kjallara Gamla læknishússins í einhverja
mánuði áður er þau fóru í nýbyggt hús sitt. Árið
1985 fluttu þau til Reykjavíkur. Börn þeirra eru:
Birgir Rafn Þráinsson (sonur Svandísar),
(f. 11.01.1966), býr í Reykjavík, Eva
Hrund (f. 13.01.1969) býr á Blönduósi,
Sólrún Edda (f. 27.02.1975) býr í
Reykjavík og Óskar Freyr (f. 09.12.1976),
býr í Reykjavík.
Þegar Pétur og Svandís fluttu til Reykjavíkur
leigðu þau húsið: Jakob Narfa Hjaltasyni og
Guðbirni Þrastarsyni í um tvö ár og Gunnari
Kristinssyni og Dóru Herbertsdóttur í um eitt ár, en þau störfuðu á Birkiflöt. Sigríður Ingvarsdóttir
(f. 01.11.1948) keypti 1989 og þá fékk það hlutverk frístundahúss, sem það hefur gegnt síðan.
Loftur og Guðrún
Vesturbyggð 1.
Fjölskyldan Austurbyggð C /24.
Austurbyggð C /24.