Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 37

Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 37
Elizu Reid, Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra, starfsfólki Heilsugæslunnar, sveitarstjórn og fleirum. Í stýrihóp, sem vann að undirbúningi samningsins undir stjórn Helgu Kristínar Sæbjörnsdóttur, voru fulltrúar skólastofnana sveitarfélagsins, sveitarstjórnar, heilsugæslu- stöðvar og eldri borgara. Afmæli Bláskógabyggðar 9. júní 2017. Bláskógabyggð hélt upp á 15 ára afmæli sitt með pompi og prakt þ. 9. júní, með samkomu í Aratungu. Þar heiðruðu forsetahjónin, þau Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid samkomuna með nærveru sinni, eins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Að lokinni dagskrá bauð sveitarstjórn upp á veitingar. Steinunn Lilja Hreiðarsdóttir, meistarakokkur í Aratungu, reiddi fram ljúffenga smárétti úr heimafengnu hráefni, allt úr héraði, og Kvenfélagskonur sáu um að bera fram og ganga frá. Andlát Guðmundur Indriðason frá Lindarbrekku, elsti maður í Biskupstungum, lést 101 árs að aldri á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 15. desember 2016. Hann var jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju 30. desember. Már Sigurðsson frá Geysi Haukadal lést á heimili sínu 3. maí, 2017. Már hlaut riddarakrossinn árið 2005 fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu. Útför Más fór fram frá Skálholtsdómkirkju 19. maí og var hann jarðsettur í Haukadal. Pálmar Þorgeirsson á Flúðum lést að heimili sínu 20. maí. Útför hans fór fram frá Skálholtsdómkirkju 27. maí og var hann jarðsettur í Hrunakirkjugarði. Hann var kvæntur Ragnhildi Þórarinsdóttur frá Spóastöðum. Jóhann Vilbergsson frá Felli lést á heimili sínu í Reykholti 2. júní 2017. Útför hans var gerð frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 10. júní. Jarðsett var í Haukadal. Njörður Marel Jónsson bóndi í Brattholti lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 19. júní. Útför hans var gerð frá Sálholtsdómkirkju 1. júlí. Litli-Bergþór 37 viðtöl við sex umsækjendur, í nefndinni sátu Bryndís Ásta Böðvarsdóttir, Helgi Kjartansson og Óttar Bragi Þráinsson. Nefndin vann málið með aðstoð og ráðgjöf Ingvars Sigurgeirssonar og Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra. Nefndin lagði til að Hreinn Þorkelsson yrði ráðinn í starfið og sveitarstjórn samþykkti tillöguna á fundi þann 23. maí. Hreinn, sem er fæddur árið 1959, er ættaður frá Laugarvatni, sonur hjónanna Þorkels Bjarnasonar og Esterar Guðmundsdóttur. Hann er föðurbróðir Elfu Birkisdóttur, skólastjóra Bláskógaskóla á Laugarvatni. Helstu lykiltölur ársreiknings Bláskógaveitu 2016 eru þær að rekstrarniðurstaða er 25.473.000 kr., eignir samtals eru 175.276.000 kr., eigið fé og skuldir eru samtals 175.276.000 kr., nettó fjárfestingar ársins voru 9.795.000 og handbært fé um áramót var 18.230.000 kr. Börn í 5. bekk Bláskógaskóla í Reykholti fengu í vor fyrstu verðlaun, fyrir myndband, sem þeir sendu inn í Siljuna, myndbandasamkeppni fyrir grunnskólanema, á vegum Barnabókaseturs. Verkefnið var liður í þema á miðstigi skólans um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ásta Kristjana Guðjónsdóttir umsjónarkennari þeirra vann verkefnið með þeim. Íbúafundur var haldinn í Aratungu þ. 8. maí á vegum sveitarstjórnar. Þar höfðu framsögu: Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri, um löggæslu í uppsveitum, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri um góða stöðu sveitarsjóðs, Guðmundur Daníelsson um stöðu ljósleiðaramála í sveitarfélaginu, Ásmundur Friðriksson alþingismaður um samgöngumál, Halldór Páll Halldórsson skólameistari ML um íþróttamannvirkin á Laugarvatni og Bjarni Daníelsson um framkvæmda- og viðhaldsmál í Bláskógabyggð. Eins og ráða má af fjölda mála gafst ekki mikill tími til umræðna eða fyrirspurna um hvert mál. Undir liðnum önnur mál kvaddi sér hljóðs Sigríður Jónsdóttir, einn þeirra kennara, sem hafa verið frá kennslu í Bláskógaskóla vegna veikinda í framhaldi af samstarfsörðugleikum innan skólans. Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Þann 9. júní skrifuðu Helgi Kjartansson oddviti og Ingibjörg Guðmundsdóttir lýðheilsufræðingur undir samning milli Bláskógabyggðar og Landlæknisembættisins um heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Athöfnin fór fram á Heilsugæslustöðinni í Laugarási, að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, frú

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.