Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 44

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 44
sameiginlegt markmið sveitarstjórnarmanna ætti nú að vera að vinna saman til að ná fram því besta fyrir samfélagið og passa upp á að láta raddir allra heyrast. Ég hef starfað mikið með Oddfellow á Selfossi og verið þar í stjórn. Um þessar mundir fer mesta púðrið í félagsstörf fyrir „Delta Kappa Gamma - Félag kvenna í fræðslustörfum“, félagsskap sem er upprunninn í Bandaríkjunum en er líka starfandi um alla Evrópu. Við erum með alls 13 deildir hér á Íslandi, í öllum landshlutum en ég hef tekið þátt í því undanfarið að stofna nýja deild á N-Vesturlandi. Það vildi svo skemmtilega til að Delta Kappa Gamma hélt Evrópuþing í Borås í Svíþjóð árið 2015 og það var virkilega gaman að koma aftur á fornar slóðir og sjá hvað bærinn hefur blómstrað síðan við fórum þaðan 1983. En er nú ekki komið að Pétri? Pétur: Ég er fæddur á Laugavegi 176 í Reykjavík 26. mars 1946. Foreldrar mínir voru Sigurlaug Guðjónsdóttir, ættuð úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu og Skarphéðinn Pétursson, ættaður úr Skagafirði og af Melrakkasléttu. Föðuramma mín, Guðrún Jónsdóttir, (sem var ein Ásmundarstaðasystra á Sléttu), fékk spænsku veikina 1918 og var faðir minn því sendur nokkurra mánaða gamall í fóstur til móðursystur sinnar og manns hennar, Önnu og Njáls í Höskuldarnesi á Melrakkasléttu og ólst hann þar upp. Ég kom fyrst í Vatnsdalinn með móður minni þriggja mánaða gamall í júní 1946, til afa og ömmu, Guðjóns og Rósu á Marðarnúpi og síðan á hverju sumri upp frá því til ársins 1960, þegar ég, þá nýfermdur, flutti með foreldrum mínum að Bjarnanesi í Hornafirði. Guðjón bróðir minn var líka á Marðarnúpi, en hann ólst upp hjá afa og ömmu. Ég er annar í röðinni af sjö systkinum, hin eru Guðjón, Anna Rósa, Hildur, Gunnar Sveinn, Bergþóra og Védís. Faðir minn var póstafgreiðslumaður í Reykjavík, en fór í prestinn og útskrifaðist 1959. Fékk þá Bjarnanesprófastsdæmi og við fluttum með strandferðaskipinu Skjaldbreið frá Reykjavík austur árið 1960. Um haustið 1960 fór ég í Hérann á Laugarvatni, var þar í tvö ár og síðan í ML í framhaldinu og útskrifaðist sem stúdent þaðan árið 1966 hjá Jóhanni S. Hannessyni skólameistara. Þú mátt bóka að á Laugarvatni kynntist ég fyrst Tungnamönnum haustið 1960, þegar ég lenti á herbergi með þeim Viðari Þorsteinssyni frá Vatnsleysu og Gústaf Sæland frá Espiflöt í Héraðsskólanum, og hef ekki borið þess bætur síðan! - Segir Pétur og hlær við. Jónatan Hermannsson var í landsprófi, en fór svo annað eins og þeir Viðar og Gústaf, en í menntaskólanum voru engir Tungnamenn í bekk með mér. Sveinn á Reykjum á Skeiðum var ári á eftir mér. 44 Litli-Bergþór Pétur, Sísa og barnabörnin fjögur. Amman og stelpurnar Skarphéðinsdætur fyrir utan Launréttina í Laugarási.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.