Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 Húsin í Laugarási Páll M. Skúlason: Það hægði heldur á nýbyggingum í Laugarási á áttunda áratugnum. Það var byggt nýtt hús fyrir lækni, í Launrétt, í upphafi þessa áratugar og í lok hans hófst uppbygging á svæði vestur af þjóðveginum í Vesturbyggð og nánast á sama tíma einnig í Austurbyggð, austast í þorpinu. Þetta ráðslag var nokkuð gagnrýnt, ekki síst vegna þess, að það kostaði lagnir á bæði svæðin, sem auðvitað urðu að taka mið af frekari uppbyggingu. Skýringin á þessu mun hafa verið sú að reynt var að verða við eindregnum óskum þeirra sem vildu byggja. LAUNRÉTT 3 1971 Þetta hús var byggt 1971 sem læknisbústaður, enda þörf fyrir annan lækni í héraðinu orðin brýn. Til starfsins var ráðinn árið eftir, Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson (f. 04.02.1942, d. 29.05.2005). Kona hans var Jósefína Friðriksdóttir Hansen (f. 05.05.1942), kennari. Þau bjuggu í húsinu til 1975, en þá héldu þau til Svíþjóðar þar sem Guðmundur fór í framhaldsnám. Frá 1975 til 1977 gengdi Kristján Steinsson (f. 17.02.1947) embættinu, en kona hans var Sesselja Snævarr (f. 14.11.1947). Að loknu framhaldsnámi Guðmundar, komu þau Jósefína aftur í Laugarás og voru hér til 1983, en þá fluttu þau á Selfoss. Guðmundur og Jósefína eignuðust 2 börn: Sigurð Hrafn (f. 13.04.1963, d. 23.03.2002) og Helgu Salbjörgu (f. 28.07.1967), en hún býr í Kópavogi. Frá 1983 – 2013 bjuggu þau Pétur Zóphónías Skarphéðinsson (26.03.1946), læknir og Sigríður (Sísa) Guttormsdóttir (f. 19.11.1947), kennari, í húsinu. 2013 fluttu þau Pétur og Sísa í hús sem þau byggðu í Langholti 3 í Laugarási. Pétur lét af störfum í árslok 2016 og þá fluttu þau hjón í Kópavog. Börn þeirra eru tvö: Skarphéðinn (01.06.1974), sem býr í Kópavogi og Inga Dóra (f. 08.01.1980), sem býr í Reykjavík. Frá 2013 hefur ekki verið föst búseta í Launrétt 3. Launrétt 3 Jósefína og Guðmundur. Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfu Litla-Bergþórs og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir: Espiflöt ehf, Reykholti s. 486 8955 Fóðurblandan hf. Korngörðum 12,Reykjavík, s. 570 9800 Friðheimar, Reykholti s. 486 8815 Garðyrkjustöðin Kvistar ehf, Reykholti s. 694 7074 Gljásteinn ehf, Myrkholti s. 486 8757

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.