Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 Svo virðist sem ekki hafi allir verið á eitt sáttir um byggingu brúar hjá Iðu og hugmyndin virðist ekki hafa fengið neitt sérstaklega jákvæðar undirtektir. Þingmenn Árnesinga, þeir Jörundur Brynjólfsson og Eiríkur Einarsson fluttu tillögu til þingsályktunar í janúar 1945 um að kannaðir yrðu möguleikar á að flytja gömlu Ölfusárbrúna að Iðu. Brúin sú var vígð 1891 og hafði því staðið á Selfossi í 53 ár, þegar annar burðarstrengur hennar slitnaði í september 1944, með þeim afleiðingum að tveir mjólkurbílar féllu í ána. Í greinargerð þeirra með tillögunni sögðu þeir m.a.: Áður, er leitað hefir verið á alþingi framlags til brúargerðar á Iðu, hafa hinar neikvæðu undirtektir öðrum þræði stafað af því, að ástæða hefir þótt til að bíða og sjá, hvort eigi veittist bráðlega tækifæri til að bæta úr þessari viðurkenndu nauðsyn með flutningi hinnar gömlu Selfossbrúar að Iðu. Jörundur Brynjólfsson. Það var, sem sagt, mismikil ánægja með hugmyndir um brú á Hvítá hjá Iðu, en í greinargerð með tillögunni óskuðu flutn- ingsmenn eftir að gerð yrði úttekt til að skera úr um hvort þetta væri raunhæf framkvæmd. Tillögunni var vísað til vega- málastjóra sem mælti með sam- þykkt hennar, en sagði: „að brúarstæðið hjá Iðu sje talsvert lengra en Ölfusárbrúin. — En hinsvegar sje ekki útilokað, að nota megi brúna þar efra, með breytingum og endurbótum. Þingsályktunartillaga Eiríks og Jörundar var í kjölfarið samþykkt og úttektin gerð. Niðurstaðan, sem lá fyrir í nóvember var sú, að þessi flutningur Selfossbrúarinnar væri ekki raunhæfur af þrem ástæðum: Brúin væri of stutt svo nam 30 metrum, járnin í henni væru of ótrygg og að hún væri alltof mjó. Þar fór það, en Eiríkur og Jörundur brugðust við þessari niðurstöðu með því að leggja fram þessa tillögu í Sameinuðu þingi þann 29. nóvember: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar hefja undirbúning til brúargerðar á Hvítá hjá Iðu í Biskupstungum. Skal brúin síðan reist eigi síðar en svo, að hún verði fullgerð á árinu 1947. Kostnaðurinn greiðist úr ríkissjóði”. Ekki verður séð hvað varð svo sem um þessa tillögu, en í leiðara Morgunblaðsins í júní 1946 sagði í lofsamlegri umfjöllun um Eirík Einarsson í aðdraganda kosninga: „Hann hefir trygt nýja brú á Hvítá hjá Iðu. Hann hefir komið því til vegar, að reistur verði myndarlegur búnaðarskóli að Skálholti, þessu fornfræga höfuðbóli“. Ekki verður annað séð en að tillaga þingmanna Sunnlendinga hafi fengist samþykkt, en svo kom babb í bátinn. Í umræðum á Alþingi í nóvember 1947, um brúaframkvæmdir, kom fram að brúin yfir Þjórsá (vígð 1895) væri orðin hættuleg og bráðlægi á að byggja nýja. Það varð síðan úr að farið var í að setja nýja brú á Þjórsá. Þar með fór sú brú fram úr Iðubrúnni í forgangsröðinni og ekki bara hún, heldur einnig brúin á Blöndu. Undir lok fimmta áratugarins voru hugmyndir um brú á Hvítá hjá Iðu komnar það langt að ráðamenn sögðu brúna vera „mjög nauðsynlega“. Brúin á Blöndu kom samt á undan, eða 1951. Þar með höfðu allar stórbrýrnar sem rætt hafði verið um, komnar, nema Iðubrúin. Ölfusárbrú.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.