Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 48

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 48
Árið 2016 var stjórn félagsins þannig skipuð: Freydís Örlygsdóttir, formaður Sólon Morthens, varaformaður Líney Kristinsdóttir, gjaldkeri Sjöfn Sóley Kolbeins, ritari Trausti Hjálmarsson, meðstjórnandi. Starf hestamannafélagsins Loga var með nokkuð hefðbundnu sniði árið 2016. Haldin voru vetrarmót í samstarfi við Trausta og vel sótt reiðnámskeið og firmakeppni á mótssvæði Logamanna í Hrís- holti. Á undanförnum árum hefur samstarf hesta- mannafélaganna í uppsveitum aukist mikið og hélt það áfram 2016. Sameiginlegt töltmót Trausta, Loga og Smára var haldið í Reiðhöllinni á Flúðum daginn fyrir skírdag og Uppsveitadeildarmót fullorðinna og æskunnar voru haldin yfir vetrarmánuðina. Var þetta í sjötta sinn sem Uppsveitadeild Æskunnar var haldin, en það er mótaröð sem Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna Loga og Smára standa sameiginlega að. Uppsveitadeildin er bæði liða- keppni milli félaganna og einstaklingskeppni, en keppt er í barna og unglingaflokki. Keppt er í reiðhöllinni á Flúðum og eru mótin alls þrjú talsins. Nýjung þetta árið var að bjóða börnum yngri en 10 ára að taka þátt. Þau börn fengu sína einkunn og umsögn en riðu ekki úrslit og söfnuðu því ekki stigum. Var þetta eingöngu hugsað sem góð æfing í öruggu umhverfi. Öll börn fengu verðlaunapening með þakklæti fyrir þátttökuna. Fyrsta mótið var haldið 6. mars en þá var keppt í þrígangi barna og fjórgangi unglinga. Annað mótið var haldið 16. apríl, þá var keppt í barnaflokki í tölti og fjórgangi og unglingaflokki í tölti og fimmgangi. 48 Litli-Bergþór Logapistill Magnús Rúnar Traustason í Austurhlíð á Jasú frá Langsstöðum. Glæsilegur skeiðsprettur hjá Rósu Kristínu Jóhannesdóttur á Brekku. Dagmar í Hrosshaga á tölti. Þriðja og síðasta mótið var haldið 7. maí og var þá keppt í smala hjá börnum og smala og fljúgandi skeiði hjá unglingum. Þátttaka er alltaf góð, en eins og stundum er úti á landi eru árgangar misstórir og erum við hjá Loga

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.