Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 26
26 Litli-Bergþór
yfir Hvítá hjá Iðu, en hún var tilgreind sem ein níu brúa yfir stórvötn á landinu. Auk hennar var nefnd, á
Suðurlandi, endurnýjuð brú yfir Þjórsá.
Þetta var auðvitað gott og blessað, en sannarlega ekki eins einfalt í framkvæmd og það hljómaði, enda
stjórnmálin alltaf söm við sig og augljóslega hafa ýmsir þingmenn farið af stað til að þoka málum áfram,
hver fyrir sitt kjördæmi. Þetta má glöggt greina í ræðu sem Jón Baldvinsson, þá landskjörinn þingmaður
fyrir Alþýðuflokkinn, hélt 1932, en þar sagði hann:
Á verklegum framkvæmdum í landinu er lítið skipulag. Vegalög eru til og brúalög eru til. Allir
vita hversu þessi lög eru gegnsýrð af hreppapólitik, og þó það sem verst er, framkvæmdin á þeim
er það líka. Stjórnirnar líta hornauga til þess, hvað getur komið sér vel til að tryggja pólitísk
yfirráð í vafasömu héraði, og framkvæmdin oft bundin við. Það, sem kemur sér vel í samkeppninni
um kjördæmið, frekar en það, hvað komi að almennum notum. En núverandi kjördæmaskipun
býður upp á þetta. Og þingmennirnir, sem venjulega eru áhrifamenn í sínu kjördæmi, eru oft
forystumenn í togstreitunni fyrir hérað sitt, jafnvel þótt kröfur þeirra séu blóðugur óréttur fyrir
önnur héruð og þeir séu miklu færri, sem hlunnindanna njóta, en hinir, sem óréttinn bíða.
Það er rétt að hafa þessi orð Jóns í huga við það sem á eftir kemur. Það fannst hreint ekki öllum sjálfsagt
að Iðubrúin yrði byggð.
Tillaga Eiríks
Ekki fann ég, í fljótu bragði, umfjöllun um fyrirhugaða brú hjá Iðu fyrr en sagt
er frá þingsályktunartillögu Eiríks Einarssonar, í apríl 1942, en hún var svona:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú á þessu ári gera
brú á Hvítá hjá Iðu og heimilar fje úr ríkissjóði, er nægi til þeirrar
brúargerðar”.
Röksemdir Eiríks lutu að stærstum hluta að samgöngum innan læknishéraðsins,
vegna læknisþjónustunnar, þó einnig hafi hann tínt fram fleiri, nokkuð augljós rök
fyrir tillögunni. Eiríkur Einarsson.
Þegar tillagan var lögð fram var ríkisstjórn Hermanns Jónassonar á lokametrunum. Í maí tók við ríkisstjórn
undir forystu Ólafs Thors, en hún varð heldur skammlíf og í desember þetta ár tók við utanþingsstjórn
undir forystu Björns Þórðarsonar. Það er því ekki undarlegt að tillagan um Iðubrúna hafi ekki fengist
samþykkt si svona. Utanþingsstjórnin sat síðan fram í október, lýðveldisárið 1944.
Eitthvað hefur tillagan verið í umræðunni, því í Speglinum, skömmu eftir tillöguflutninginn, sagði:
Brúna, sem Eiríkur vill láta leggja yfir Hvítá, hjá Iðu, þarf að fella í þinginu, ef hún þá er ekki
sjálffallin, .......
Spegillinn var, samkvæmt eigin skilgreiningu: Samviska þjóðarinnar, góð eða vond eftir ástæðum og
þar með ekki alveg áreiðanlegt rit, þannig séð.
Tillaga Eiríks var tekin fyrir í byrjun árs 1943 og vísað til annarrar umræðu og fjárveitinganefndar. Ekki
er fulljóst hvernig henni reiddi af, nema að því leyti, að árið eftir, sjálft lýðveldisárið ritaði Geir Zoëga,
ennþá vegamálastjóri, heilmikla grein í þjóðhátíðarblað Morgunblaðsins, þann 17. júní, þar sem hann
greindi frá helstu fyrirhuguðum nýbyggingum í samgöngukerfinu. Þarna skrifaði Geir um það helsta á
Suðurlandi:
„Á Suðurlandi eru þessir vegir helstir: Krísuvíkurvegur, vegur suður Grímsnes, um nýja
stórbrú á Hvítá hjá Kiðjabergi suður á Flóaveg. Vegur frá Skálholti suður yfir Hvítá á nýrri brú
hjá Iðu. Vegur úr Hreppum um brú á Þjórsá hjá Þjórsárholti, um Land og Rangárvelli.
Þarna var um að ræða „helztu fyrirhugaðar framkvæmdir“. Hluti af þeim voru sem sagt tvær stórbrýr
í uppsveitum, hvorki meira né minna.