Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór Veðrið í Tungunum í vetur. Um vetrarsólstöður kólnaði í veðri með fyrsta snjó vetrarins. Jólin urðu hvít, en síðan tóku við umhleypingar milli jóla og nýjárs með hláku. Gamlársdagur heilsaði hins vegar bjartur og fagur og skartaði fegursta sólsetri, norðurljósum og fínu skotveðri um kvöldið. Veður var annars meinlaust í vetur og engin stórviðri að ráði. Uppsveitir sluppu vel við nokkrar krappar lægðir sem gengu yfir landið og hitastig hélt sig flesta daga sitt hvoru megin við frostmarkið, að frátöldum örfáum alvöru frostdögum. Frost var í kringum kveðjuhóf lækn- anna í janúar og svo aftur í apríl, sem var ágætt til að forða gróðri frá ótímabærum gróanda. Snjór vetrarins féll í logni á einni nóttu 26.-27. febrúar og hélst fram í fyrstu viku mars. Annars rigndi frekar, og frá því í byrjun maí hefur hiti ekki farið niður fyrir frostmark svo kalla má. Góð færð var flesta daga og lítið um lokanir á vegum. Jörð kom frostlaus undan vetri og gróður tók því snemma við sér. Læknarnir kvaddir. Þeir Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, læknar okkar uppsveitabúa í yfir 30 ár, voru kvaddir með pompi og prakt í Aratungu þ. 12. janúar sl., en þeir urðu báðir sjötugir á síðasta ári. Sveitarstjórnir og kvenfélög í uppsveitum stóðu sameiginlega að þessari kveðjuhátíð, sem fór að öllu leyti vel fram. Haldnar voru ræður, félagar úr Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna léku, kórar sungu og kvenfélagskonur báru fram veitingar Hvað segirðu til? í boði hreppanna og gengu um beina. Íbúarnir sýndu hlýhug sinn til þeirra höfðingjanna með því að fjölmenna í hófið, enda er þeirra Péturs og Gylfa sárt saknað. Hólmfríður og Steinar í gróðrarstöðinni Kvist- um hafa keypt gróðurhúsin í Jarðarberjalandi, en lóðirnar liggja hlið við hlið, við Lyngbraut í Reykholti. Þau munu halda áfram jarðarberjarækt þar. Knútur og Helena í Friðheimum hafa keypt íbúðarhúsið að Bjarkarbraut 24, sem var í eigu Óskars Guðmundssonar og Hafdísar Leifsdóttur, undir starfsfólk fyrirtækisins. Umsvif ferðaþjónustunnar í Friðheimum hafa aukist geysilega síðustu ár og þar með fjöldi starfsmanna. Nýtt aðstöðuhús fyrir eldhús er einnig í byggingu við hlið gróðurhússins, þar sem gamla eldhúsið var algerlega sprungið að sögn Helenu, en þar verður áfram aðstaða fyrir uppvask og fleira. Nýja eldhúsið verður á neðri hæð aðstöðuhússins og skrifstofa, fundarherbergi og kaffiaðstaða starfsfólks á efri hæðinni. Íbúðarhúsið í Laugargerði í Laugarási hefur verið selt nágrönnunum í Lyngási, en Fríður Pétursdóttir og Reynir Ásberg fluttu á Selfoss á síðasta ári. Gistiheimilið Fagrilundur, sem áður var veit- ingahúsið Kletturinn við Skólabraut í Reykholti, hefur verið selt Jóhanni Guðna Reynissyni. Ína Björk dóttir hans er sest að í Fagralundi og mun reka gistiheimili áfram á staðnum. Pétur og Gylfi kvaddir af Helga Guðmundssyni. Runólfur og Egill sem Pétur og Gylfi. (Mynd Ívar Sæland).

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.