Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 Ingólfur og Sigrún á Engi eru búin að selja eignina og hyggjast flytja í Hveragerði í ágúst næstkom- andi. Þau hófu uppbyggingu á garðyrkjustöðinni Engi 1984 og hafa því rekið hana í 33 ár, en lóðin er 5,6 ha að stærð. Um allmargra ára skeið hafa þau einbeitt sér að lífrænni ræktun, ekki síst á kryddjurtum. Lífræni markaðurinn sem þau hafa rekið á sumrin hefur notið vaxandi vinsælda. Kaupendur eru bresk hjón með tvær ungar dætur. Þau hafa búið hérlendis í eitt ár. Þjóðbjörg Eiríksdóttir, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hef- ur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents fyrir afburða árangur í verkfræði við Háskóla Íslands. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Litla torgi HÍ, miðvikudaginn 21. desember 2016. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nema í verkfræði við Háskóla Íslands til framhaldsnáms í verkfræði. Nemandi með hæstu meðaleinkunn eftir annað ár í grunnnámi, hlýtur styrkinn hverju sinni. Þjóðbjörg hlaut á sínum tíma einnig styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands vorið 2014, er hún lauk stúdentsprófi frá ML með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum, 9,89. leikskólanum síðastliðið sumar og vegna þess þurfti að henda miklu af dóti leikskólans. Hildur María Hilmarsdóttir gjaldkeri Leik- deildar Umf. Bisk. kom síðan færandi hendi og færði leikskólanum 300 þúsund krónur fyrir hönd leikdeildar Umf. Biskupstungna. Leiklistarhópur Bláskógaskóla sýndi tvö leik- rit í vor, annars vegar „Morð“ eftir Ævar Þór Benediktsson og hinsvegar „Feitu mömmuna“ eftir Auði Jónsdóttur. Leikstjóri var Íris L. Blandon. Krakkarnir sýndu glæsileg tilþrif og var þetta hin besta skemmtun. Þetta er í annað skipti sem Bláskógaskóli tekur þátt í Þjóðleik, en Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem er haldin annað hvert ár og fór nú fram í fimmta sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, menningarráða og fleiri aðila á landsbyggðinni. Hvaða hópur ungmenna sem er getur tekið þátt í þeim landshlutum þar sem verkefnið er í boði. Einu skilyrðin eru að a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (yfir tvítugu) leiði hópinn, að með- limir hópsins séu nógu margir til að setja upp leiksýningu og séu á aldrinum 13-20 ára. Þjóðbjörg er með þetta. Þjóðbjörg ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur. Sigurjón Kristinsson læknir í Laugarási tekur á móti hjartastuðtækinu af Helga Guðmundssyni formanni Lions. Þórarinn Þorfinnsson og Helgi Guðmundsson afhenda Regínu Rósu Harðardóttur leikskólastýru myndlistavagninn frá Lions. Lionsklúbburinn Geysir færði í mars heilsu- gæslustöðinni í Laugarási hjartaritstæki að gjöf. Tækið er að gerðinni Welch Allyn að verðmæti 360.000 kr. Tækið leys ir af hólmi eldra tæki sem upp fyllti engan veginn nútímakröfur. Einnig færði klúbburinn Leikskólanum Álfa- borg veglegan myndlistarvagn í mars, en eins og mörgum er kunnugt, þá kom upp mygla í

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.