Litli Bergþór - 01.07.2017, Side 32

Litli Bergþór - 01.07.2017, Side 32
32 Litli-Bergþór Aðalfundur Kvenfélags Biskupstungna 2017 var haldinn í Bergholti þ. 22 mars s.l. Samkvæmt lögum félagsins átti að kjósa gjaldkera, ritara og einn meðstjórnanda til næstu tveggja ára. Svo vildi til að sitjandi stjórnarkonur gáfu allar kost á sér áfram, sem og varakonurnar tvær, svo stjórnin er óbreytt frá fyrra ári: Formaður er Agnes Geirdal, Galtalæk, gjaldkeri Bryndís Malmo Bjarnadóttir frá Helgastöðum, búsett á Selfossi, ritari Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum, meðstjórnendur: Herdís Friðriksdóttir, Daltúni og Oddný Kr. Jósefsdóttir, Brautarhóli. Varakonur eru Margrét Baldursdóttir, Króki og Margrét Sverrisdóttir, Hrosshaga. Í veitinganefnd eru nú: Jórunn Svavarsdóttir, Drumboddsstöðum, Oddný Jósefsdóttir, Braut- arhóli og Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Hross- haga. Varakona er Mardita Andini, Furubrún. Gaman var að finna hve mikill og jákvæður áhugi var meðal fundarkvenna fyrir því að starfa innan kvenfélagsins og var ekki vandi að fá frambjóðendur í nefndirnar. Til dæmis gáfu tvær nýjar konur kost á sér í Skógræktarnefnd í stað Siggu Jónu í Hrosshaga, sem gekk úr nefndinni. Í Skógræktarnefnd eru því fjórar konur í ár: Herdís Friðriksdóttir, Agnes Geirdal, Bryndís Malmo Bjarnadóttir og Regína Rósa Harðardóttir, Reykholti. Ingulundur í Spóastaðalandi er því í góðum málum. Í nefnd vegna ferðar með eldri borgum í ár, eru þær Elinborg Sigurðardóttir og Elín Siggeirsdóttir. Sex nýjar konur bættust í hópinn á árinu og eru þær allar boðnar hjartanlega velkomnar. Starf Kvenfélagsins var að öðru leyti hefðbundið á síðasta starfsári. Frá því síðasti pistill birtist í sumarblaði Litla-Bergþórs 2016 tók kvenfélagið að vanda þátt í sveitarhátíðinni „Tvær úr Tungunum“, sem haldin var í Aratungu þ. 13. ágúst. Þar sáum við um kaffiveitingar, sumarmarkaðinn, tombólu og hoppukastalana og einnig komu kvenfélagskonur að vinnustofu með gömlum handiðnaðaráhöldum, vefstólum, rokkum o.fl., í bílskúrnum hjá Guðna Lýðssyni, sem opin var á sama tíma. Kvenfélagspistill Kvenfélagskonur í sumarbústaðarferð í febrúar 2017. Talið f.v.: Bryndís, Agnes, Ingunn Birna, Sirrý, Sigrún Elfa, Sigga Jóna, Mardita og Oddný. Þrúða tók myndina.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.