Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 það verið forgangsmál að mæta kröfum bruna- heilbrigðis- og vinnueftirlitsins. Sem dæmi um daglegar uppákomur, þurfti að hreinsa lauf sem stíflaði dren við íþróttavöllinn í Reykholti. Sú hreinsun endaði á margra milljóna króna framkvæmd þar sem þurfti að grafa upp alla drenlögnina og bæta annarri við, til að anna því gríðarlega vatnsmagni sem beljaði þarna undir og sex tommu drenlögnin sem var fyrir annaði engan veginn. Á Laugarvatni verður farið í að setja kantsteina niður Laugarbrautina. Fyrirhugað er líka að setja bundið slitlag á valda kafla í Reykholti og í Laugarási. Gámasvæðin verða myndavélavædd í sumar. Það er meðal annars til að minnka líkur á því að menn freistist til að skilja eftir rusl við hliðið og hirði ekki um að flokka. Í haust stendur til að endurnýja búningsklefana við sundlaugina í Reykholti. Er það mikið verk og reiknað er með því að hún og íþróttahúsið verði lokuð frá 8. ágúst til loka september eða jafnvel lengur. Bláskógaveita Þó nafnið láti ekki mikið yfir sér er Bláskógaveita mikið batterí. Ég er enn að átta mig á því hvernig Benni fer að þessu. Rósa á skrifstofunni hefur haldið utan um bókhaldsmál veitunnar. Eitt af því fyrsta sem fyrir mér lá var að fara á námskeið í bókhaldskerfi veitunnar. Á því námskeiði voru Starfsmaður Bisk-verks að byrja að hreinsa allt út úr kjallaranum í Álfaborg vegna myglu. Steini í Bisk-verki að laga dren við Álfaborgina.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.