Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 20

Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 20
20 Litli-Bergþór til að hitta aðila ef það getur orðið til hjálpar. Við erum fallin á tíma en e.t.v. má redda málum á morgun. Ég bið alla sem geta aðstoðað að vera innan handar og hjálpa til. Það skiptir mjög miklu máli fyrir ferðaþjónustu okkar Íslendinga. Það gekk þó ekki að ná þessu í júní svo að dómnefndin fundaði enn þann 16. september og nú lá loks fyrir niðurstaða á orðalagi setningar, sem ríkið gat samþykkt og landeigendur voru sammála um, varðandi gjaldtökumál. „Keppendur taki í tillögum sínum mið af mögulegri gjaldtöku í framtíðinni og nauðsynlegri aðgangsstýringu. Útfærsla á gjaldtöku liggur ekki fyrir.“ Dómnefndin hafði stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppnina og kynna niðurstöður sínar fyrir lok árs 2013. Það dróst aðeins, en dómnefndin náði þó að ganga frá sinni niðurstöðu í lok febrúar 2014 og kynnti síðan tillögurnar og vinningshafana með mikilli viðhöfn á Geysi þann 6. mars 2014. Það var okkur öllum mikill gleðidagur. Hér er smá úrdráttur úr ræðu, sem ég hélt á Geysi að því tilefni: „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað að Geysi og gleðst sannarlega yfir hvað margir sáu sér fært að mæta. Dómnefndinni þótti við hæfi að verðlauna fyrir keppnistillögurnar hér við Geysi en það setti okkur reyndar í óvissu með hve margir sæju sér fært að mæta. Nú liggur fyrir að hingað eruð þið öll komin og við erum mjög sæl með það. Nú höldum við uppskeruhátíð. Ég kem oft með gesti mína hingað á Geysi og í hvert sinni lýsir fólk ánægju sinni með allan viðurgjörning, hér eru meistara kokkar og metnaður í allri framsetningu á veitingum eins og þið sjáið og ég bið ykkur að njóta veitinganna. Ég hef notið þess að vera oddviti Bláskóga- byggðar í tæp 4 ár. Mitt fyrsta verk var að hefja samtal við heimamenn og landeigendur hér í Haukadal og fá fram afstöðu þeirra til uppbyggingar og lagfæringar á Geysissvæðinu. Samtölin voru mörg og öll mjög skemmtileg og uppbyggjandi. Umhverfisstofnun kom að málum um leið og þess var óskað og saman og í samvinnu var farið í að gera nauðsynlegustu lagfæringar á svæðinu; sett voru upp ný bönd og komið fyrir fínlegum merkingum fyrir gesti. Starfsmaður, heimamaður á Geysi, var ráðinn í hálft starf við að þrífa svæðið og nú sést ekkert rusl á svæðinu ekki einn einasti sígarettustubbur og engir peningar í Blesa. Alveg dásamlegt. Landeigendur sáu mikilvægi þess að mynda með sér félagsskap og þann 5. september 2012 var Landeigendafélag Geysis ehf. stofnað. Vonir stóðu til þess að ríkið yrði með í landeigendafélaginu en úr því varð ekki. Ríkið stendur því utan land- eigendafélagsins. Ég tók marga snúninga á því við ríkisvaldið að finna út hver bæri ábyrgð á Geysissvæðinu af hálfu ríkisins. Ég átti fundi með ferðamálaráðherra, ráðuneytisstjórum, forstjóra ferðamálastofu, forstjóra og starfsmönnum Umhverfisstofnunar, fjármálaráðherra og sendi forsætisráðherra bréf. Erfitt var að fá svar við spurningunni um hver bæri ábyrgðina, en eftir margar hringferðir fékkst niðurstaða. Hún var sú, að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans fer með Geysissvæðið fyrir hönd ríkisins. Hér á Geysi hafa rekstraraðilar byggt upp af miklum metnaði. Aldrei hefur verið slakað á með gæði og metnaður 100 prósent í öllu tilliti, matur, aðstaða og þjónusta. Allt tipp topp. En Geysissvæðið sjálft hefur setið eftir. Nú breytist það vonandi. Nú getum við hafið uppbyggingu og verndun svæðisins og fólk fær að njóta þess í heild sinni og allra hveranna. Bláskógabyggð og Landeigendafélagið sóttu um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Okkur var úthlutað 20 milljónum. Ég þakka inni- lega fyrir það. Strax var hafist handa við að skipa dómnefnd og hún vann hratt og vel. Nú liggja fyrir tillögur keppenda, dómnefnd hefur lokið störfum og hennar niðurstöður verða kynntar hér á eftir. Grunnur hefur verið lagður að áframhaldandi vinnu. Barnið er fætt en nú þarf að koma því á legg, sinna því og móta til framtíðar. Ég heiti á ríkisstjórn Íslands að grípa nú tækifærið og koma myndarlega að málum og vinna hratt og vel með landeigendafélaginu Geysir ehf. og Bláskógabyggð að uppbyggingu Geysissvæðisins. Tækifærið er komið því má ekki glata. Nú þurfum við öll að róa í sömu átt og koma Geysissvæðinu í þann búning sem því hæfir. Búning sem við getum verið stolt af. Búning sem

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.