Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 19
Litli-Bergþór 19 Drífa Kristjánsdóttir: Geysissvæðið 2010-2014 Samvinna, hugmyndasamkeppni, deiliskipulag 2. hluti Í frásögn minni í síðasta blaði Litla-Bergþórs um vinnu fyrir Geysissvæðið, var þar komið að landeigendur höfðu stofnað formlegt félag þann 5. september 2012, Landeigendafélag Geysis ehf. Ríkinu var boðið að koma að stofnun landeigendafélagsins en hafnaði því. Ríkið á um 34% af svæðinu en aðrir eigendur eiga um 66%. Tilgangur með félaginu var m.a. skv. samþykkt- um þess: „að leigja af landeigendum í Haukadal sameignarland þeirra, hverasvæðið í Haukadal, (Geysissvæðið innan girðingar), að byggja upp og reka svæðið, stuðla að umhverfisvænni nýtingu svæðisins, þar sem sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi, að varðveita náttúruminjar svæðisins og þjónusta ferðamenn. Við rekstur svæðisins skal arðsemissjónarmiða gætt. Heildarstærð svæðis innan girðingar er tæplega 20 ha.“. Þetta var að mínu mati mjög mikilvægur gjörningur. Nú lá fyrir formlegur félagsskapur og því var hægt að ræða saman og taka til skoðunar málefni staðarins. Í samtölum mínum við stofnanir ríkisins var iðulega sagt við mig að það þýddi ekkert að tala við, né semja við landeigendur. Nú þegar búið var að stofna félag var ekki lengur hægt að bera slíkt á borð. Síðar kom í ljós að það voru stofnanir ríkisins sem voru dragbítar í samningaviðræðum og umræðum um Geysissvæðið, en ég kem að því síðar. Ég sagði frá því í fyrri grein minni hér í Litla- Bergþóri að okkur var úthlutað 20 milljóna króna styrk til Geysissvæðisins í lok janúar 2013 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Styrkinn vildum við nota til að skipuleggja Geysissvæðið og fá góðar hugmyndir. Ég fór því strax í það að undirbúa hugmynda- samkeppni um Geysissvæðið. Nú þurfti að funda með fulltrúum allra landeigenda. Í framhaldi af því var skipað í dómnefnd fyrir hugmyndasamkeppnina. Fjármálaráðuneytið tilnefndi Halldóru Vífils- dóttur núverandi forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, sinn fulltrúa. Þar fengum við mjög flottan liðsmann og hennar seta í dómnefndinni skipti mjög miklu máli fyrir framgang verkefnisins. Arkitektafélögin tilnefndu sína fulltrúa, þau Birgi Þröst Jóhannsson og Úllu R. Pedersen. Sigurður Másson var fulltrúi Landeigendafélags Geysis ehf. og Bláskógabyggð skipaði Pétur Inga Haraldsson, skipulagsfulltrúa Uppsveita í dómnefndina. Allt voru þetta afbragðs fulltrúar og höfðu margt uppbyggilegt til málanna að leggja. Ég sat alla fundi dómnefndarinnar, ritaði fundargerðir og hélt utan um verkefnið; fylgdi eftir framgangi þess og dreif það áfram ef upp komu hindranir. Allir tóku höndum saman, en sætta þurfti sjónarmið eins og gengur. Undirbúningsfundir voru haldnir fyrir hina eiginlegu dómnefndarfundi. Þeir voru alls fimm, haldnir frá 8. febrúar til 9. apríl, 2013. Dómnefndarfundirnir urðu svo fjórir fram til 4. júní. Aðalvinna dómnefndar var að gera keppnislýsinguna og þar var í mörg horn að líta. Allt gekk þetta hratt og vel fyrir sig og fólk vann af miklum heilindum og dugnaði. Keppnislýsingin var tilbúin af hálfu dómnefndar í júní og var vilji til að auglýsa keppnina þá strax. En þá kom smá babb kom í bátinn. Hindrunin var ein setning sem erfitt var fyrir ríkisvaldið að samþykkja. Læt fljóta með eitt dæmi um pósta sem voru í gangi vegna þessa (þessi var frá mér): Takk fyrir svar ykkar beggja. Setningin er ekkert vandamál að mínu mati, en það er vandamál að aðilar í ráðuneytinu geta ekki (vilja ekki) ganga með okkur þá leið að koma málum áfram á Geysi. ... Allt er komið á hreint og samþykkt. Tímasetning keppninnar, nið- urstaða dómnefndar keppnislýsingin, allt nema samþykki embættismanna fyrir setningunni: Hönnunin taki mið af mögulegri gjaldtöku í framtíðinni og aðgangsstýringu. Ráðherra fjármála verður að taka af skarið og gefa Halldóru Vífilsdóttur bakland en henni þótti mikilvægt að koma þessari setningu til sinna umbjóðenda til samþykktar. Ég verð í bænum á morgun og mun gefa mér tíma

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.