Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 25
Brúalög
Það voru sett sérstök brúalög árið 1919, en þau voru tilraun til að koma skikki á eða setja fram markmið
um brúabyggingar á landinu. Í lögunum voru taldar upp á annað hundrað brýr sem ráðgert var að
byggja. Í þessum lögum segir:
Landsstjórninni er heimilt að láta framkvæma, eftir því sem vinnukraftur sá, sem
vegamálastjórnin hefir á að skipa, og önnur atvik og ástæður leyfa, byggingu brúa þeirra, er
taldar eru upp í þessum lögum.
Allt virðist þarna vera fremur opið og óklárt.
Það næsta sem fannst um fyrirhugaðar framkvæmdir við brýr á Íslandi
var erindi sem Geir Zoëga, þáverandi vegamálastjóri, flutti á fundi
Verkfræðingafélags Íslands. Þarna greindi Geir frá því, að hann hefði
samið frumvarp til laga um brúargerðir, sem þá hafði verið lagt fyrir
Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Í frumvarpinu eru taldar upp allar þær
brýr á landinu sem ætlunin var að ráðast í byggingu á, þar á meðal brú
Litli-Bergþór 25
Auðsholtsferju. Auðvitað nýtti læknirinn einnig ferjurnar til að komast í vitjanir á bæi í þessum hreppum
og má nærri geta að ferðir hans í vitjanir hafa oft tekið á, ekki aðeins vegna þess að notast þurfti við
ferjurnar í öllum veðrum, heldur voru samgöngutækin að öðru leyti hestar. Í minningarorðum um Óskar
Einarsson, lækni, sem starfaði hér í rúmt ár (1923-4), segir:
Mynd tekin frá Iðu yfir á ferjustaðinn. Úr fórum ábúenda á Iðu.
„þoldi ekki ferðalög á hestbaki í því stóra héraði,...“. Þegar upp er staðið var
læknishéraðið umkringt óbrúuðum ám, utan brúarinnar sem kom á Brúará hjá
Spóastöðum 1922.
Læknirinn sem tók við af Óskari var Sigurmundur Sigurðsson, sem var læknir í
Laugarási frá 1925-1932. Á hans starfstíma kom brú á Tungufljót (1929) og ný brú
við Brúarhlöð (1930). Við af honum tók Ólafur H. Einarsson, sem var héraðslæknir
í 15 ár, eða til 1947. Þá tók Knútur Kristinsson við og hans tíma lauk tveim árum
áður en Iðubrúin var opnuð. Jón G. Hallgrímsson tók við af honum, en hvarf á
braut nokkrum mánuðum fyrir opnun brúarinnar árið 1957. Þannig var það Grímur
Jónsson sem fyrstur lækna í Laugarási gat brunað í vitjanir um allar trissur, en hann
var læknir í Laugarási um 10 ára skeið.
Óskar Einarsson.
Geir Zoëga.