Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 47

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 47
Litli-Bergþór 47 upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Verið velkomin hjá Gunnari í Steinsholti að hesturinn seldist til Þýskalands eftir hestaferð hjá honum. Það var því sjálfhætt í hestamennskunni og ég seldi hesthúsið til hennar Maike í Glóruhlíð, sem þá bjó hér í Laugarási. Áhugamálin hafa svo verið að breytast. Ég baslaði í lóðinni okkar í Laugarási og Sísa hugsaði sam- viskusamlega um hús og lóð í Launréttinni og nú höfum við tekið upp sömu iðju í bústaðnum í Langholtinu. Mér finnst svolítið gaman að því að það eru tóttir af gömlum útihúsum frá Sigurmundi Sigurðssyni lækni, sem var í Laugarási 1925 – 1932, hér í brekkunni vestan við bústaðinn okkar. Svo er sagt að það séu leifar af víkingaskála fyrir neðan brekkuna á milli Gylfa og Ingólfs í Engi. Ég hef eitthvað tekið þátt í félagsstörfum, var stofnfélagi í Lions þó ég sé hættur þar. Golfið tók við af hestamennskunni og svo spila ég bridge með Hreppamönnum og Gnúpverjum, og spila enn. Svo má ekki gleyma ritnefnd Litla-Bergþórs, sem ég hef verið í síðan 1991. En þar er komið að leiðarlokum núna þegar ég er fluttur á mölina. Og fyrst ég er að telja upp áhugamálin er lík- lega best að telja fram upphefðina líka. Ég var fangelsislæknir á Litla-Hrauni 1988 -1997, Héraðslæknir Suðurlandsumdæmis 2001-2012, lengi í Heilbrigðisnefnd Suðurlands, formaður þar um tíma og svo formaður kjörstjórnar hér í Tungum í mörg ár og síðar í Bláskógabyggð frá 2002. Og þá hefur þú það. Að lokum vil ég segja þér að þetta voru afskaplega skemmtileg og farsæl ár sem við áttum í Laugarási. Við hefðum ekki enst svo lengi ef við hefðum ekki unað okkur. Og Sísa tekur undir það. Blaðamaður þakkar þeim hjónum kærlega fyrir skemmtilegt spjall yfir ljúffengum mat og veigum og kveður með óskum um velfarnað þeim til handa í nýjum viðfangsefnum. Geirþrúður Sighvatsdóttir Heimildir: 1. Morgunblaðið laugardagur 14. janúar 2017 bls 19, „Laugaráslæknar láta af störfum“. 2. Læknablaðið 2. tbl. 103. árg. 2017, „Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson láta af störfum í Laugarási í Biskupstungum“. Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum óskir um gott og gjöfult sumar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.