Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 14

Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 14
14 Litli-Bergþór Stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður: Knútur Ármann Gjaldkeri: María Þórarinsdóttir Ritari: Sólon Morthens Aðaltilgangur félagsins var til að byrja með að efla áhuga manna á ræktun íslenska hestsins með kynbótum og stóðhestahaldi. Starfsemi félagsins er nokkuð breytt nú; stóðhestahaldið hefur verið lagt niður en félagið stendur fyrir margskonar uppákomum til eflingar hrossarækt. Árlega eru haldnar folaldasýningar, og annað hvert ár unghrossadómar þar sem kynbótaráðunautur dæmir hrossin. Hrossaræktardagur hefur verið í Flúða- höllinni síðustu tvö árin, þar sem ræktendur koma sínum hrossum á framfæri og reiknum við með að sá viðburður eigi eftir að vaxa mikið. Uppskeruhátíð er svo haldin að haustinu þar sem félagið verðlaunar ræktendur efstu kynbótahryssna og stóðhesta auk annarra afreksverðlauna. Síðan eru ferðalög félagsmanna árleg- ur viðburður þar sem heimsótt eru hrossaræktarbýli bæði innanlands og utan og eins má geta þess að ein ferð var farin á World tölt sem haldið var í Óðinsvéum í Danmörku. Hrossaræktarfélag Biskupstungna Haukur Daðason og Guðjón Gunnarsson heiðursfélagar 2016. Magnús Einarsson í Kjarnholtum og Guðný Höskuldsdóttir taka á móti verðlaunum fyrir hrossaræktarbú ársins 2016, en þau sigruðu með miklum yfirburðum. Auk þess fékk Guðný verðlaun sem ræktandi þriggja efstu hryssna og Magnús fyrir tvo efstu stóðhestana, Kolskegg og Rauðskegg.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.